Maradona kleip Jónu í rassinn: „Hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 11:00 „Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“ Argentína MeToo Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
„Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“
Argentína MeToo Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira