Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 10:30 Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Ef jarðarbúar ætla að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C þurfa um það leyti að vera 20 ár síðan losun gróðurhúsalofttegunda náðist niður í núll. Á þessari einu starfsævi mun því eiga sér stað algjör umbylting á öllum lifnaðarháttum mannkyns – með góðu eða illu. Þessi breyting getur orðið með illu, það er með því að sigur vinnist ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samfélagið þurfi að bregðast við neikvæðum afleiðingum hamfarahlýnunar. En hún getur líka orðið með góðu, með því að neysluvenjur og framleiðsluhættir breytist þannig að mannkyn nái að lifa innan þeirra marka sem náttúran setur okkur. Þegar svona miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hefur það áhrif á alla langtímahugsun og stefnumörkun. Þetta birtist einna skýrast hjá þeim sem fjárfesta til langs tíma. Þar má nefna norska olíusjóðinn, sem á síðasta ári ákvað að losa sig við fjárfestingar í olíu- og gasfyrirtækjum að verðmæti um 7,5 milljarða dollara. Reyndar var þessi ákvörðun ekki tekin af umhverfisástæðum, heldur vegna þess að stjórn sjóðsins mat þessa fjárfestingarleið einfaldlega of áhættusama. Olíusjóðurinn er er varasjóður norsku þjóðarinnar fyrir framtíðina – og til að hann standi undir því hlutverki er ekki hægt að fjárfesta í iðnaði fortíðar. Fullkomlega óljós staða í dag Hvar standa íslensku lífeyrissjóðirnir í þessum samanburði? Þar hefur þjóðin safnað gríðarlegum fjármunum fyrir framtíðina. Eignir lífeyrissjóða voru um fimm þúsund milljarðar króna í lok síðasta árs – eða nærri tvöföld landsframleiðsla Íslands. Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja sér fjárfestingarstefnu sem hafi hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þar er þeim skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga á langtímafjárfestingar og það að snúa sér að grænni fjárfestingakostum gæti vissulega verið framlag lífeyrissjóðanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum – og þar með hluti af siðferðislegum viðmiðum sjóðanna. Í ljósi þessa spurði ég fjármálaráðherra fyrir nokkrum misserum hvort hann teldi að lagaramminn tryggði það að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni, og hvort nægjanlegt gagnsæi ríkti um það hvort fjárfestingar sjóðanna uppfylltu þau markmið. Ráðherrann taldi engan hafa sérstakan áhuga á því að styðja við mengandi uppbyggingu og jafnframt að ekki skorti upp á gagnsæið þegar kæmi að eignasafni lífeyrissjóðanna. Það varð til þess að ég lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra til að kalla fram þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefði um hlutdeild fjárfestinga lífeyrissjóðanna sem bundin væri í starfsemi sem felst í vinnslu eða sölu jarðefnaeldnseytis. Þá kom annað hljóð í skrokkinn og ráðherrann gat engu svarað, þar sem ráðuneytið gæti ekki kallað eftir þessum upplýsingum frá lífeyrissjóðunum. Sumsé: Ríkið veit ekki hver staðan er. Og upplýsingarnar sem almenningur getur kallað fram eru ekki mikið ítarlegri. Á síðasta ári óskaði Alda - félag um sjálfbærni eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þau svör sem þangað hafa borist eru fæst afdráttarlaus, en benda sum til þess að lífeyrissjóðir kunni að eiga slíkar fjárfestingar, a.m.k. í gegnum hlutabréfasjóði. Umbylting er nauðsynleg Á næstu árum þarf að umbylta öllu efnahagskerfi heimsins. Það er hluti af þeim aðgerðum sem eru einfaldlega nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og eitthvað sem ríki heims hafa sammælst um að gera til að mæta Parísarsáttmálanum. Þeir aðilar á fjármálamarkaði sem fjárfesta til langs tíma þyrftu í raun nú þegar að vera langt komnir á þá braut að hætta fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og tengdum iðnaði, því fjárfestingar sem ekki taka tillit til loftslagsbreytinga verða áhættusamri með hverju árinu sem líður. Slík umskipti fela auk þess í sér mikil tækifæri, þar sem gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg í loftslags- og orkutengdum verkefnum á næstu árum. Þannig geta fjárfestar séð fara saman sjálfbærni, nýsköpun og góð fjárfestingartækifæri. Í síðustu viku birtist á vef Alþingis tillaga mín um að útfæra verkfæri í þágu þessa: takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Með tillögunni er lagt til að fjármálaráðherra skipi starfshóp sérfræðinga á sviði sjálfbærni og fjárfestinga sem hafi það hlutverk að skoða og koma með tillögur að útfærslu á banni við fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda. Af fyrri svörum ráðherrans að dæma, sem og þeim svörum sem borist hafa í fjárlosunarátaki Öldunnar, er mikil þörf á slíku samtali á milli hins opinbera og fjárfesta um leiðir til að losa fé úr starfsemi sem veldur hlýnun jarðar og færa það yfir í grænar lausnir. Með grænni fjárfestingum geta lífeyrissjóðir ekki aðeins unnið að áhyggjulausu ævikvöldi sjóðfélaga með því að tryggja þeim framfærslu að lokinni starfsævinni, heldur líka með því að leggja sitt af mörkum til þess að lífvænlegt verði á jörðinni þegar að töku ellilífeyris kemur. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Einstaklingur sem stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði í dag má búast við því að setjast í helgan stein í kringum árið 2070. Ef jarðarbúar ætla að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C þurfa um það leyti að vera 20 ár síðan losun gróðurhúsalofttegunda náðist niður í núll. Á þessari einu starfsævi mun því eiga sér stað algjör umbylting á öllum lifnaðarháttum mannkyns – með góðu eða illu. Þessi breyting getur orðið með illu, það er með því að sigur vinnist ekki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samfélagið þurfi að bregðast við neikvæðum afleiðingum hamfarahlýnunar. En hún getur líka orðið með góðu, með því að neysluvenjur og framleiðsluhættir breytist þannig að mannkyn nái að lifa innan þeirra marka sem náttúran setur okkur. Þegar svona miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hefur það áhrif á alla langtímahugsun og stefnumörkun. Þetta birtist einna skýrast hjá þeim sem fjárfesta til langs tíma. Þar má nefna norska olíusjóðinn, sem á síðasta ári ákvað að losa sig við fjárfestingar í olíu- og gasfyrirtækjum að verðmæti um 7,5 milljarða dollara. Reyndar var þessi ákvörðun ekki tekin af umhverfisástæðum, heldur vegna þess að stjórn sjóðsins mat þessa fjárfestingarleið einfaldlega of áhættusama. Olíusjóðurinn er er varasjóður norsku þjóðarinnar fyrir framtíðina – og til að hann standi undir því hlutverki er ekki hægt að fjárfesta í iðnaði fortíðar. Fullkomlega óljós staða í dag Hvar standa íslensku lífeyrissjóðirnir í þessum samanburði? Þar hefur þjóðin safnað gríðarlegum fjármunum fyrir framtíðina. Eignir lífeyrissjóða voru um fimm þúsund milljarðar króna í lok síðasta árs – eða nærri tvöföld landsframleiðsla Íslands. Samkvæmt lögum er lífeyrissjóðum gert að setja sér fjárfestingarstefnu sem hafi hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Þar er þeim skylt að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Óhjákvæmilegt er að taka tillit til áhrifa loftslagsbreytinga á langtímafjárfestingar og það að snúa sér að grænni fjárfestingakostum gæti vissulega verið framlag lífeyrissjóðanna til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum – og þar með hluti af siðferðislegum viðmiðum sjóðanna. Í ljósi þessa spurði ég fjármálaráðherra fyrir nokkrum misserum hvort hann teldi að lagaramminn tryggði það að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni, og hvort nægjanlegt gagnsæi ríkti um það hvort fjárfestingar sjóðanna uppfylltu þau markmið. Ráðherrann taldi engan hafa sérstakan áhuga á því að styðja við mengandi uppbyggingu og jafnframt að ekki skorti upp á gagnsæið þegar kæmi að eignasafni lífeyrissjóðanna. Það varð til þess að ég lagði fram skriflega fyrirspurn til ráðherra til að kalla fram þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefði um hlutdeild fjárfestinga lífeyrissjóðanna sem bundin væri í starfsemi sem felst í vinnslu eða sölu jarðefnaeldnseytis. Þá kom annað hljóð í skrokkinn og ráðherrann gat engu svarað, þar sem ráðuneytið gæti ekki kallað eftir þessum upplýsingum frá lífeyrissjóðunum. Sumsé: Ríkið veit ekki hver staðan er. Og upplýsingarnar sem almenningur getur kallað fram eru ekki mikið ítarlegri. Á síðasta ári óskaði Alda - félag um sjálfbærni eftir upplýsingum um það hvort íslensk fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum eða fyrirtækjum sem fjárfesta í eða vinna að verkefnum tengdum leit eða vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þau svör sem þangað hafa borist eru fæst afdráttarlaus, en benda sum til þess að lífeyrissjóðir kunni að eiga slíkar fjárfestingar, a.m.k. í gegnum hlutabréfasjóði. Umbylting er nauðsynleg Á næstu árum þarf að umbylta öllu efnahagskerfi heimsins. Það er hluti af þeim aðgerðum sem eru einfaldlega nauðsynlegar til að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og eitthvað sem ríki heims hafa sammælst um að gera til að mæta Parísarsáttmálanum. Þeir aðilar á fjármálamarkaði sem fjárfesta til langs tíma þyrftu í raun nú þegar að vera langt komnir á þá braut að hætta fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis og tengdum iðnaði, því fjárfestingar sem ekki taka tillit til loftslagsbreytinga verða áhættusamri með hverju árinu sem líður. Slík umskipti fela auk þess í sér mikil tækifæri, þar sem gríðarleg uppbygging er fyrirsjáanleg í loftslags- og orkutengdum verkefnum á næstu árum. Þannig geta fjárfestar séð fara saman sjálfbærni, nýsköpun og góð fjárfestingartækifæri. Í síðustu viku birtist á vef Alþingis tillaga mín um að útfæra verkfæri í þágu þessa: takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Með tillögunni er lagt til að fjármálaráðherra skipi starfshóp sérfræðinga á sviði sjálfbærni og fjárfestinga sem hafi það hlutverk að skoða og koma með tillögur að útfærslu á banni við fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast vinnslu jarðefnaeldsneytis sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda. Af fyrri svörum ráðherrans að dæma, sem og þeim svörum sem borist hafa í fjárlosunarátaki Öldunnar, er mikil þörf á slíku samtali á milli hins opinbera og fjárfesta um leiðir til að losa fé úr starfsemi sem veldur hlýnun jarðar og færa það yfir í grænar lausnir. Með grænni fjárfestingum geta lífeyrissjóðir ekki aðeins unnið að áhyggjulausu ævikvöldi sjóðfélaga með því að tryggja þeim framfærslu að lokinni starfsævinni, heldur líka með því að leggja sitt af mörkum til þess að lífvænlegt verði á jörðinni þegar að töku ellilífeyris kemur. Höfundur er þingmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun