Spurningin sem ég klúðraði Arnór Steinn Ívarsson skrifar 28. febrúar 2020 11:30 Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun