Maðurinn sem stríddi Man Utd mikið í fyrri leiknum verður ekki með í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Emmanuel Dennis fagnar marki sínu á móti Manchester United. Getty/Vincent Van Doornick Manchester United fær belgíska félagið Club Brugge í heimsókn í kvöld í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa ekki áhyggjur af besta manni Club Brugge í fyrri leiknum. Emmanuel Dennis var besti maður vallarins í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli Club Brugge. Emmanuel Dennis kom Brugge liðinu meðal annars í 1-0 á 15. mínútu í fyrri leiknum í síðustu viku en Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu. 'We Will Certainly Miss Dennis' - Club Brugge Defender, Coach Rue Absence Of Nigeria Striker Vs ... https://t.co/mx3xmJ8h16pic.twitter.com/VlvKjdM7DA— Manchester United News (@mufcnews2019) February 27, 2020 Nú er hins vegar ljóst að meiðslin, sem Emmanuel Dennis varð fyrir um helgina í leik á móti Charleroi, eru það alvarleg að hann missir af leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ruud Vormer er líka óleikfær. Emmanuel Dennis er 22 ára Nígeríumaður sem hefur skorað 9 mörk fyrir Club Brugge í öllum keppnum á þessu tímabili. Þetta er mikill missir fyir belgíska liðið sem verður að skora á Old Trafford til þess að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ljóst að þarna fer alvöru maður. Emmanuel Dennis skoraði líka tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á sjálfum Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í október. Hann er því vanur að skapa usla á móti stóru klúbbunum. Leikur Manchester United og Club Brugge hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Emmanuel Dennis' game by number vs. Man Utd: - 90 minutes played - 1 goal - 3 shots on target - 2 big chances created - 77% pass accuracy - 2 succ. dribbles - 2 tackles A monstrous performance for a big game pic.twitter.com/e6ZRDidUgl— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) February 20, 2020 Enski boltinn UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Manchester United fær belgíska félagið Club Brugge í heimsókn í kvöld í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa ekki áhyggjur af besta manni Club Brugge í fyrri leiknum. Emmanuel Dennis var besti maður vallarins í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli Club Brugge. Emmanuel Dennis kom Brugge liðinu meðal annars í 1-0 á 15. mínútu í fyrri leiknum í síðustu viku en Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu. 'We Will Certainly Miss Dennis' - Club Brugge Defender, Coach Rue Absence Of Nigeria Striker Vs ... https://t.co/mx3xmJ8h16pic.twitter.com/VlvKjdM7DA— Manchester United News (@mufcnews2019) February 27, 2020 Nú er hins vegar ljóst að meiðslin, sem Emmanuel Dennis varð fyrir um helgina í leik á móti Charleroi, eru það alvarleg að hann missir af leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ruud Vormer er líka óleikfær. Emmanuel Dennis er 22 ára Nígeríumaður sem hefur skorað 9 mörk fyrir Club Brugge í öllum keppnum á þessu tímabili. Þetta er mikill missir fyir belgíska liðið sem verður að skora á Old Trafford til þess að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ljóst að þarna fer alvöru maður. Emmanuel Dennis skoraði líka tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á sjálfum Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í október. Hann er því vanur að skapa usla á móti stóru klúbbunum. Leikur Manchester United og Club Brugge hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Emmanuel Dennis' game by number vs. Man Utd: - 90 minutes played - 1 goal - 3 shots on target - 2 big chances created - 77% pass accuracy - 2 succ. dribbles - 2 tackles A monstrous performance for a big game pic.twitter.com/e6ZRDidUgl— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) February 20, 2020
Enski boltinn UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira