"Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar Baldursson hjálpaði Bologna liðinu að ná í stig. Skjámynd/Youtube-síða Bologna Fc 1909 Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira
Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira