Gengu í það heilaga á Bókasafni Kópavogs: „Okkur líður vel í kringum bækur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Einstök athöfn í Kópavoginum. „Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri. Kópavogur Tímamót Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
„Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri.
Kópavogur Tímamót Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning