Carragher segir stuðningsmenn Liverpool vanmeta Salah Anton Ingi Leifsson skrifar 25. febrúar 2020 13:30 Mo Salah og Carragher. vísir/getty/samsett Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að stuðningsmenn uppeldisfélagsins vanmeti Mo Salah og vilji helst losna við hann af stóru stjörnunum sínum. Carragher ræddi um Egyptann fyrir leik Liverpool í gærkvöldi er toppliðið vann 3-2 sigur á West Ham og er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar. „Með Mo Salah, þá held ég að hann sé vanmetinn. Fyrir utan Liverpool er hann heimsklassaleikmaður en á meðal stuðningsmanna Liverpool held ég að hann sé vanmetinn,“ sagði Carragher í Monday Night Football í gær. „Hann var aldrei að fara skora 47 mörk á þessari leiktíð en ef þú kíkir á samfélagsmiðlanna þá eru Liverpool með sex heimsklassaleikmenn. Alisson, Trent, Van Dijk, Mane, Firmino og Salah.“ „Spurðu stuðningsmenn Liverpool hvort að þeir myndu taka stóra summu fyrir einhvern af hinum fimm, fyrir utan Salah, og þeir myndu segja ekki séns. En ef þú spyrð hvort þeir myndu taka 130 milljónir punda fyrir Salah? Já.“ Jamie Carragher says Mohamed Salah is 'underappreciated' by Liverpool fans https://t.co/9IkJ3HI19J— MailOnline Sport (@MailSport) February 25, 2020 „Hann getur pirrað þig stundum en hann er svo góður. Hann er ekki kantmaður heldur framherji. Hann er reglulega dekkaður þegar hann fær boltann en hann tapar næstum aldrei boltanum í þannig stöðum.“ „Það er enginn vafi á því að hann hugsar um sjálfan sig. Þegar hann er í stöðu til þess að skjóta hugsar hann sig um hvort hann geti skorað. Hann kíkir ekki eftir félögunum og það getur verið pirrandi.“ „Talandi um mörk og stoðsendingar. Hann leggur líka mikið upp. Hann er með 92 stoðsendingar í heildina og hann er í öðru sæti eftir Messi. Hann spilar 97 leiki og er aldrei meiddur. Hann er þarna í hverri viku. 97 leikir af 102,“ sagði Carragher. Að lokum bætti Carragher við að stuðningsmenn Liverpool ættu að passa sig á því að tala of mikið um að losa sig við Salah og fá Kylian Mbappe eða Jadon Sancho. Það muni taka tíma að koma þeim inn í kerfið og félagið. Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að stuðningsmenn uppeldisfélagsins vanmeti Mo Salah og vilji helst losna við hann af stóru stjörnunum sínum. Carragher ræddi um Egyptann fyrir leik Liverpool í gærkvöldi er toppliðið vann 3-2 sigur á West Ham og er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar. „Með Mo Salah, þá held ég að hann sé vanmetinn. Fyrir utan Liverpool er hann heimsklassaleikmaður en á meðal stuðningsmanna Liverpool held ég að hann sé vanmetinn,“ sagði Carragher í Monday Night Football í gær. „Hann var aldrei að fara skora 47 mörk á þessari leiktíð en ef þú kíkir á samfélagsmiðlanna þá eru Liverpool með sex heimsklassaleikmenn. Alisson, Trent, Van Dijk, Mane, Firmino og Salah.“ „Spurðu stuðningsmenn Liverpool hvort að þeir myndu taka stóra summu fyrir einhvern af hinum fimm, fyrir utan Salah, og þeir myndu segja ekki séns. En ef þú spyrð hvort þeir myndu taka 130 milljónir punda fyrir Salah? Já.“ Jamie Carragher says Mohamed Salah is 'underappreciated' by Liverpool fans https://t.co/9IkJ3HI19J— MailOnline Sport (@MailSport) February 25, 2020 „Hann getur pirrað þig stundum en hann er svo góður. Hann er ekki kantmaður heldur framherji. Hann er reglulega dekkaður þegar hann fær boltann en hann tapar næstum aldrei boltanum í þannig stöðum.“ „Það er enginn vafi á því að hann hugsar um sjálfan sig. Þegar hann er í stöðu til þess að skjóta hugsar hann sig um hvort hann geti skorað. Hann kíkir ekki eftir félögunum og það getur verið pirrandi.“ „Talandi um mörk og stoðsendingar. Hann leggur líka mikið upp. Hann er með 92 stoðsendingar í heildina og hann er í öðru sæti eftir Messi. Hann spilar 97 leiki og er aldrei meiddur. Hann er þarna í hverri viku. 97 leikir af 102,“ sagði Carragher. Að lokum bætti Carragher við að stuðningsmenn Liverpool ættu að passa sig á því að tala of mikið um að losa sig við Salah og fá Kylian Mbappe eða Jadon Sancho. Það muni taka tíma að koma þeim inn í kerfið og félagið.
Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira