Bræðurnir á Bíldsfelli geta ekki hætt að heyja þótt skepnurnar séu farnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2020 23:15 Frá Bíldsfelli 3. Nýbýlið Bíldsbrún sést ofar. Stöð 2/Einar Árnason. Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00