Barcelona lætur yfirmann knattspyrnumála fara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 19:30 Eric Abidal við hlið Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00
Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34
Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn