Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Vésteinn Örn Pétursson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 19. ágúst 2020 20:58 Hin sænska Natalie Nieland verður hér á landi í fimm daga. Þeim dögum verður öllum varið í sóttkví. Vísir/Egill Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. Rólegt var á Keflavíkurflugvelli í dag. Svo virðist vera sem vélar sem lentu á vellinum í dag hafi verið hálftómar. Þá aflýsti Icelandair fjórum af tíu fyrirhuguðum ferðum hingað til lands í dag. Þrátt fyrir litla umferð voru farþega lengi á leið í gegn um völlinn, þar sem allir farþegar þurfa nú að sæta sýnatöku við komuna til landsins. Á eftir því fylgir fimm daga sóttkví. Að henni lokinni, önnur sýnataka. Önnur ríki horfi til Íslands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita nákvæmlega hve lengi hið nýja fyrirkomulag kemur til með að vara, enda sé það ríkisstjórnarinnar að ákveða það. „Einhverskonar aðgerðir á landamærunum, skimanir eða eitthvað þar sem við reynum að lágmarka að veiran komist hér inn, það verður eitthvað í gangi í allavega einhverja mánuði. Ég tel ólíklegt að það verði nákvæmlega í þessari mynd eins og það er núna en ég held við þurfum bara að sjá. Faraldurinn er í vexti erlendis og við erum að sjá fleiri smit á landamærunum núna en við höfum gert,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki viss um að Ísland sé það land heimsins sem sé hvað lokaðast, það er, beiti ströngustu aðgerðunum til að halda veirunni utan landamæranna sinna. Hann segist þó vita af því að aðrar þjóðir líti hingað til lands og íhugi að taka upp svipað fyrirkomulag og er við lýði hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Fimm dagar á Íslandi og allir í sóttkví Fréttastofa ræddi við nokkra ferðalanga sem komu hingað til lands í dag og spurði þá út í hvernig sóttkvínni yrði háttað og hvernig þeim litist á fyrirkomulagið. „Við ætluðum að fljúga í gær en það var yfirbókað í vélina,“ sagði Þjóðverjinn Thomas Durberg, sem kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni Michaelu Durberg. „Svo við urðum að fljúga í dag og verðum fimm daga í sóttkví.“ Annar ferðalangur, Natalie Nieland frá Svíþjóð, verður hér í fimm daga. Þeim verður öllum varið í sóttkví. „Við verðum á hóteli og þau hafa ráðið fram úr þessu með sóttkvína fyrir okkur, svo það er gott,“ sagði hún. Sebastian og Anne, ferðamenn frá Þýskalandi, munu verja sinni sóttkví í Airbnb-leiguíbúð. „[Við] fáum sendan mat og svo sjáum við til,“ sagði Anne, þegar hún var spurð út í fyrirætlanir sínar og Sebastians að sóttkví lokinni. Hin þýsku Sebastian og Anne munu hreiðra um sig í Airbnb-leiguíbúð næstu dagana.Vísir/Egill Reyna að hjálpa fólki að bregðast við Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru undirbúnir og meðvitaðir um að þeir þyrftu að sæta sóttkví eftir komuna til landsins. Það voru þó ekki allir jafn vel með á nótunum og einhverjir ferðamannana höfðu ekki hugmynd um að sóttkví væri áskilin við komuna til landsins. Starfsfólk skimunarinnar á Keflavíkurflugvelli og annað starfsfólk flugvallarins hefur aðstoðað umrædda ferðamenn við að finna stað til að dvelja á meðan á sóttkví stendur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp í dag. „Það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrir fram en svona er þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir það að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur þá náði þetta ekki til allra.“ Víðir Reynisson.Vísir/Vilhelm Víðir segir að útfærsla á reglugerðinni hafi ekki komið fyrr en í gærkvöldi og nú sé unnið hörðum höndum að því að miðla upplýsingum á sem flestum tungumálum. Tugir kvartana berast almannavörnum á hverjum degi. Víðir segir stóran hluta þeirra ekki brot á reglum heldur athugasemd við hegðun sem brýtur þó ekki reglur. Fáum málum ljúki með beitingu sektar. Gott að eiga sektir uppi í erminni Í dag komu út ný sektarákvæði vegna brota á sóttvarnalögum. Enn er sektað fyrir brot á sóttkví og einangrun og einnig fyrir brot á reglum um fjöldatakmörkun. Nýmæli er að forsvarsmenn geti fengið sekt fyrir að tryggja ekki tveggja metra regluna milli einstaklinga sem ekki deila heimili og getur sektin numið 100 – 500 þúsundum eftir alvarleika brots. Einnig er nú hægt að beita sektum ef reglur um notkun andlitsgrímu eru brotnar. Forsvarsmenn starfsemi geta fengið 100-500 þúsund króna sekt og einstaklingar 10-100 þúsund króna sekt. Það er eingöngu lögregla sem getur beitt sektum að undangenginni lögreglurannsókn, sem á þá við þegar um augljósan brotavilja er að ræða. „Þetta er ekkert bara eitthvað sem er útdeilt eins og stöðumælasekt,“ segir Víðir. „Það er auðvitað þannig að þegar eru settar reglur þá þarf að vera hægt að framfylgja þeim. Það þarf stundum að eiga úrræði ef erfiðlega gengur að framfylgja þeim. Þá grípum við til svona, að eiga uppi í erminni sektir.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. Rólegt var á Keflavíkurflugvelli í dag. Svo virðist vera sem vélar sem lentu á vellinum í dag hafi verið hálftómar. Þá aflýsti Icelandair fjórum af tíu fyrirhuguðum ferðum hingað til lands í dag. Þrátt fyrir litla umferð voru farþega lengi á leið í gegn um völlinn, þar sem allir farþegar þurfa nú að sæta sýnatöku við komuna til landsins. Á eftir því fylgir fimm daga sóttkví. Að henni lokinni, önnur sýnataka. Önnur ríki horfi til Íslands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita nákvæmlega hve lengi hið nýja fyrirkomulag kemur til með að vara, enda sé það ríkisstjórnarinnar að ákveða það. „Einhverskonar aðgerðir á landamærunum, skimanir eða eitthvað þar sem við reynum að lágmarka að veiran komist hér inn, það verður eitthvað í gangi í allavega einhverja mánuði. Ég tel ólíklegt að það verði nákvæmlega í þessari mynd eins og það er núna en ég held við þurfum bara að sjá. Faraldurinn er í vexti erlendis og við erum að sjá fleiri smit á landamærunum núna en við höfum gert,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki viss um að Ísland sé það land heimsins sem sé hvað lokaðast, það er, beiti ströngustu aðgerðunum til að halda veirunni utan landamæranna sinna. Hann segist þó vita af því að aðrar þjóðir líti hingað til lands og íhugi að taka upp svipað fyrirkomulag og er við lýði hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Fimm dagar á Íslandi og allir í sóttkví Fréttastofa ræddi við nokkra ferðalanga sem komu hingað til lands í dag og spurði þá út í hvernig sóttkvínni yrði háttað og hvernig þeim litist á fyrirkomulagið. „Við ætluðum að fljúga í gær en það var yfirbókað í vélina,“ sagði Þjóðverjinn Thomas Durberg, sem kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni Michaelu Durberg. „Svo við urðum að fljúga í dag og verðum fimm daga í sóttkví.“ Annar ferðalangur, Natalie Nieland frá Svíþjóð, verður hér í fimm daga. Þeim verður öllum varið í sóttkví. „Við verðum á hóteli og þau hafa ráðið fram úr þessu með sóttkvína fyrir okkur, svo það er gott,“ sagði hún. Sebastian og Anne, ferðamenn frá Þýskalandi, munu verja sinni sóttkví í Airbnb-leiguíbúð. „[Við] fáum sendan mat og svo sjáum við til,“ sagði Anne, þegar hún var spurð út í fyrirætlanir sínar og Sebastians að sóttkví lokinni. Hin þýsku Sebastian og Anne munu hreiðra um sig í Airbnb-leiguíbúð næstu dagana.Vísir/Egill Reyna að hjálpa fólki að bregðast við Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru undirbúnir og meðvitaðir um að þeir þyrftu að sæta sóttkví eftir komuna til landsins. Það voru þó ekki allir jafn vel með á nótunum og einhverjir ferðamannana höfðu ekki hugmynd um að sóttkví væri áskilin við komuna til landsins. Starfsfólk skimunarinnar á Keflavíkurflugvelli og annað starfsfólk flugvallarins hefur aðstoðað umrædda ferðamenn við að finna stað til að dvelja á meðan á sóttkví stendur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp í dag. „Það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrir fram en svona er þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir það að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur þá náði þetta ekki til allra.“ Víðir Reynisson.Vísir/Vilhelm Víðir segir að útfærsla á reglugerðinni hafi ekki komið fyrr en í gærkvöldi og nú sé unnið hörðum höndum að því að miðla upplýsingum á sem flestum tungumálum. Tugir kvartana berast almannavörnum á hverjum degi. Víðir segir stóran hluta þeirra ekki brot á reglum heldur athugasemd við hegðun sem brýtur þó ekki reglur. Fáum málum ljúki með beitingu sektar. Gott að eiga sektir uppi í erminni Í dag komu út ný sektarákvæði vegna brota á sóttvarnalögum. Enn er sektað fyrir brot á sóttkví og einangrun og einnig fyrir brot á reglum um fjöldatakmörkun. Nýmæli er að forsvarsmenn geti fengið sekt fyrir að tryggja ekki tveggja metra regluna milli einstaklinga sem ekki deila heimili og getur sektin numið 100 – 500 þúsundum eftir alvarleika brots. Einnig er nú hægt að beita sektum ef reglur um notkun andlitsgrímu eru brotnar. Forsvarsmenn starfsemi geta fengið 100-500 þúsund króna sekt og einstaklingar 10-100 þúsund króna sekt. Það er eingöngu lögregla sem getur beitt sektum að undangenginni lögreglurannsókn, sem á þá við þegar um augljósan brotavilja er að ræða. „Þetta er ekkert bara eitthvað sem er útdeilt eins og stöðumælasekt,“ segir Víðir. „Það er auðvitað þannig að þegar eru settar reglur þá þarf að vera hægt að framfylgja þeim. Það þarf stundum að eiga úrræði ef erfiðlega gengur að framfylgja þeim. Þá grípum við til svona, að eiga uppi í erminni sektir.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira