Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. mars 2020 07:00 Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.Umferðin á hringveginum jókst örlítið en aukningin varð þó eingöngu við höfuðborgarsvæðið.Vísir/VegagerðinVikudagar Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.Hringvegurinn Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn. Bílar Reykjavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. Samdráttur í umferð mældist mestur á mælistað á Hafnarfjarðarvegi sunnan Kópavogslækjar, þar varð samdrátturinn 3%. Aukning varð á umferð á mælistað á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.Umferðin á hringveginum jókst örlítið en aukningin varð þó eingöngu við höfuðborgarsvæðið.Vísir/VegagerðinVikudagar Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á mánudögum eða um 1,9% en umferðin hefur einnig aukist á þriðjudögum. Samdráttur varð í umferð alla hina dagana og mestur á föstudögum eða um 8,5%. Verkföll hafa sett svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og því ekki útilokað að þau hafi haft áhrif á þessa þróun.Hringvegurinn Umferð á hringveginum jókst um 0,4% í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin varð eingöngu við höfuðborgarsvæðið, þar varð aukningin 5,7%. Samdrátturinn á hringveginum varð mestur á milli ára á Norðurlandi, rúm 10%. Veðurfar kann að skýra að einhverju leyti samdráttinn.
Bílar Reykjavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent