Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. mars 2020 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og öryggisstjóri KSÍ. vísir/skjáskot Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira