Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 22:45 Frá Madonna-skíðasvæðinu á Norður-Ítalíu. Þar er nú fjöldi Íslendinga á skíðum og eru þeir væntanlegir til landsins næstkomandi laugardag. vísir/getty Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira