Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 11:26 Fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár, Eden Alene. Ebu/Ran Yehezkel Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene. Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene.
Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47
Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18