Hlaupa Setbergshringinn í minningu Úlfars Daníelssonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:08 Leifur Garðarson skólastjóri er á meðal þeirra sem hlaupa í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira