Suður-Kórea á „barmi landlægs faraldurs“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 09:24 Frá skimun fyrir Covid-19 í Seoul. AP/Ahn Young Joon Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“ Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun mestu fjölgun nýsmitaðra þar í landi frá því í mars. Sóttvarnaaðgerðir voru framlengdar og mögulega stendur til að herða þær. Meðal þess sem hefur verið gert er að banna trúarsamkomur innandyra, loka skemmtistöðum, veitingastöðum og netkaffihúsum. Ef aðgerðir verða hertar, verður fyrirtækjum og skólum einnig lokað. Samkomubann mun þá miða við tíu einstaklinga. Smituðum fjölgaði um 332 á milli daga en fjölgunin hefur ekki verið hærri frá 8. mars, þegar 367 greindust á milli daga. Undanfarna níu daga hefur smituðum fjölgað um 2.232. Heilt yfir hafa 17.399 smitast í landinu og 309 hafa dáið. Það vekur þó athygli að ekki er búið að rekja stóran hluta nýrra smita og útbreiðslan á sér stað um allt landið. Skólum verður lokað á svæðum þar sem klasar smitaðra hafa greinst og er búið að setja takmark á fjölda barna sem mega vera í skólum og leikskólum um landið allt. Öllum ströndum landsins verður lokað. Yonhap fréttaveitan segir heilbrigðisyfirvöld Suður-Kóreu hafa rakið stóran hluta nýrra smita til kirkju í Seoul og mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda um síðustu helgi. Fólk alls staðar af landinu hafi komið til höfuðborgarinnar vegna þeirra mótmæla og virðist sem að umfang útbreiðslunnar nú megi að einhverju leyti rekja til þess. „Við stöndum á barmi landlægs faraldurs þar sem nýsmituðum fjölgar í öllum 17 héröðum landsins,“ sagði Jung Eun-Kyeong, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Suður-Kóreu í morgun, samkvæmt frétt Reuters. „Haldið ykkur heima eins og þið getið og farið eingöngu út úr húsi fyrir nauðsynjar, vinnu eða læknisheimsókna.“
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira