Verdens Gang spurði Ingibjörgu hvort hún væri of gróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:30 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar góðum sigri með félögum sínum í Vålerenga liðinu. Ingibjörg situr fyrir framan og heldur uppi þremur fingrum til marks um stigin þrjú. Mynd/@VIFDamer Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020 Norski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020
Norski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira