Heimir Hallgríms með fimm mörk í stærsta sigrinum í sögu Íslandsmótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:00 Heimir Hallgrímsson frá tíma sínum sem þjálfari íslenska landsliðsins. Getty/VI Images ÍH vann 25-1 sigur á Afríku í 4. deild karla í knattspyrnu á dögunum en þetta er samt ekki Íslandsmet. Metið er enn í eigu Smástundar frá Vestmannaeyjum. 24 marka sigur ÍH-inga er vissulega stærsti sigur Hafnarfjarðarfélagsins á Íslandsmóti því liðið hafði mest áður unnið 15-1 og 14-0 á Íslandsmótinu. Félagsmetið var því slegið með glæsibrag en Íslandsmetið stendur enn. Íslandsmetið er í eigu Knattspyrnufélagsins Smástundar frá Vestmannaeyjum og er orðið 24 ára gamalt. Smástundarmenn setti metið með því að vinna 31-1 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur út í Eyjum 27. júlí 1996. Leikur @IHKnattspyrna og Afríku United var frekar ójafn eins og lokatölurnar gefa til kynna.https://t.co/xFKxifMILx— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 26, 2020 Smástundarliðið skoraði samtals 70 mörk í 12 leikjum það sumar og komu því 44 prósent marka liðsins í þessum eina leik. Leikmenn Skautafélagsins komu bara tíu til Eyja og þá meiddist einn leikmaður liðsins snemma leiksins. Liðið var því níu á móti ellefu stóran hluta leiksins. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, fór á kostum í þessum sögulega leik og skoraði fimm mörk. Hann var samt bara þriðji markahæsti maður liðsins í leiknum. Óðinn Sæbjörnsson skoraði nefnilega átta mörk í leiknum og Rúnar Vöggsson var með sex mörk. Alls voru fimm leikmenn liðsins með þrennu því Magnús Steindórsson skoraði fjögur mörk og Emil Hadzic var með þrjú mörk. Heimir Hallgrímsson var þarna bara 19 ára gamall, og hafði skipt yfir í Smástund frá ÍBV í júnímánuði. Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
ÍH vann 25-1 sigur á Afríku í 4. deild karla í knattspyrnu á dögunum en þetta er samt ekki Íslandsmet. Metið er enn í eigu Smástundar frá Vestmannaeyjum. 24 marka sigur ÍH-inga er vissulega stærsti sigur Hafnarfjarðarfélagsins á Íslandsmóti því liðið hafði mest áður unnið 15-1 og 14-0 á Íslandsmótinu. Félagsmetið var því slegið með glæsibrag en Íslandsmetið stendur enn. Íslandsmetið er í eigu Knattspyrnufélagsins Smástundar frá Vestmannaeyjum og er orðið 24 ára gamalt. Smástundarmenn setti metið með því að vinna 31-1 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur út í Eyjum 27. júlí 1996. Leikur @IHKnattspyrna og Afríku United var frekar ójafn eins og lokatölurnar gefa til kynna.https://t.co/xFKxifMILx— Sportið á Vísi (@VisirSport) August 26, 2020 Smástundarliðið skoraði samtals 70 mörk í 12 leikjum það sumar og komu því 44 prósent marka liðsins í þessum eina leik. Leikmenn Skautafélagsins komu bara tíu til Eyja og þá meiddist einn leikmaður liðsins snemma leiksins. Liðið var því níu á móti ellefu stóran hluta leiksins. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, fór á kostum í þessum sögulega leik og skoraði fimm mörk. Hann var samt bara þriðji markahæsti maður liðsins í leiknum. Óðinn Sæbjörnsson skoraði nefnilega átta mörk í leiknum og Rúnar Vöggsson var með sex mörk. Alls voru fimm leikmenn liðsins með þrennu því Magnús Steindórsson skoraði fjögur mörk og Emil Hadzic var með þrjú mörk. Heimir Hallgrímsson var þarna bara 19 ára gamall, og hafði skipt yfir í Smástund frá ÍBV í júnímánuði.
Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira