Ísland fyrir neðan Færeyjar og Gíbraltar á lista UEFA Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 12:22 FH tapaði gegn Dunajská Streda í gær. VÍSIR/DANÍEL Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum. UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum.
UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira