Léttum kolefnissporið, prentum innanlands Kristjana Guðbrandsdóttir, Guðrún Birna Jörgensen og Georg Páll Skúlason skrifa 28. ágúst 2020 16:15 Íslensk prentfyrirtæki eru brautryðjendur í umhverfismálum en þrátt fyrir það færist prentun í stórauknum mæli út fyrir landsteinana. Ríkisfyrirtæki og stofnanir prenta reglulega gögn og bækur í erlendum prentsmiðjum og taka lægsta tilboði þrátt fyrir þyngra kolefnisspor. Þá bera bæði fyrirtæki og stofnanir fyrir sig umverfisvernd þegar skorið er niður í prentun á fræðslu- eða markaðsefni. Þetta er þarft umfjöllunarefni enda byggir ákvarðanataka fyrirtækja og stjórnvalda stundum á sleggjudómum um pappírs- og prentiðnað. Þungt kolefnisspor Árið 2016 reiknaði Efla verkfræðistofa kolefnisspor stærstu prentsmiðju landsins. Útreikningarnir sýndu meðal annars að bók sem er prentuð hjá algengum keppinautum erlendis hafði allt að 352% þyngra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi. Hlutur raforkunotkunar er veigamikill þáttur í kolefnissporinu í þeim löndum þar sem raforkan er ekki framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum og þá skiptir flutningavegalengd miklu máli. Innflutningur á tilbúinni bók vegur allt að 24% af heildarkolefnisspori bókar, og fer eftir þeirri vegalengd sem flytja þarf. Nú er svo komið að nærri 80% bókatitla er prentaður erlendis og íslenskir skattgreiðendur fjármagna í raun niðurgreiðslu bókaútgefenda óháð því hvar bækurnar eru prentaðar eftir að sú ákvörðun var tekin að endurgreiða 25% af öllum útgáfukostnaði við íslenskar bækur. Það skýtur skökku við þegar stjórnvöld vilja standa við metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. Það ætti að horfa til umhverfissjónarmiða í reglugerðum í víðari skilningi en nú er gert, til dæmis hvert sé kolefnisspor bókaútgáfunnar. Með því að prenta innanlands, léttum við kolefnissporið. Mistök Við fögnum stuðningi stjórnvalda við íslenska bókaútgefendur en viljum árétta að það eru stórkostleg mistök að styðja ekki við íslensk prentfyrirtæki um leið og að það er raunveruleg hætta á því að sérfræðiþekking á prentsmíði, prentun og bókbandi glatist hér á landi. Það ætti að styðja við íslensk prentfyrirtæki og skilyrða styrk til íslenskra útgefenda því að prentað sé innanlands. Vegna þess að kolefnissporið er léttara í samanburði við erlend prentfyrirtæki og til að vernda störf og þekkingu fagfólks sem starfar í iðnaðinum. Réttum af kúrsinn Um 800 manns starfa í prentiðnaði á Íslandi í hátæknivæddum þjónustufyrirtækjum þar sem starfar fagfólk í prentun, bókbandi og grafískri miðlun. Staða þessa fagfólks í iðnaðinum fer sífellt versnandi og það má ekki draga það að taka réttar ákvarðanir í þágu umhverfis og þessa sjálfbæra iðnaðar sem hefur að auki mjög sterka tengingu við sögu okkar, tungumál og menningu. Það skiptir miklu máli að rétta af kúrsinn núna og að stjórnvöld sýni að þau ætli raunverulega að taka ábyrgð í umhverfismálum og styðja um leið við atvinnustarfsemi sem leggur áherslu á sjálfbærni. Nytjaskógar gegn loftlagsáhrifum Við teljum að lítill stuðningur við iðnaðinn stafi að hluta til af skorti á þekkingu á sjálfbærni þessa iðnaðar og að mýtur um pappírs- og prentiðnað séu lífseigar. Nýverið var gefið út fræðslurit um sjálfbærni pappírs. Í ritinu er farið yfir sleggjudóma og staðreyndir sem varða vinnslu pappírs. Til dæmis þá staðreynd að pappírs- og prentiðnaður á norðurhveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi nytjaskóga og notar virt vottunarkerfi sem tryggir að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Fræðsluritið er gefið út í samstarfi IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, GRAFÍU stéttarfélags og pappírsinnflytjenda. Stuðst er við rannsóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu samtökunum Two Sides sem hafa það að markmiði að upplýsa um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar og styðjast eingöngu við vísindalegar rannsóknir. Frá árinu 2005-2015 uxu evrópskir nytjaskógar um 44.000 ferkílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og sem nemur vexti á stærð við 1.500 fótboltavelli á hverjum degi. Á einu ári tekur þroskað tré til sín um það bil 22 kg af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefur frá sér súrefni í staðinn. Af því að pappír er unninn úr trjám, geymir hann kolefni allan sinn líftíma. Skógar eru okkur dýrmætir og hafa hlutverk í baráttu okkar gegn loftlagsáhrifum. Borið hefur á því að stjórnvöld og stofnanir haldi því fram að það sé í þágu umhverfisverndar að hafna viðtöku efnis á pappír, nú síðast Reykjavíkurborg, sem sendi öllum borgarbúum límmiða sem gefur þeim valkost að hafna bæklingum, blöðum og markpósti. Það er skiljanlegt að fagfólk í prentiðnaði sárni framtakið og minni á metnað sinn í umhverfismálum. Harðnandi barátta Íslenskur prentiðnaður hefur síðustu ár átt undir högg að sækja í vaxandi samkeppni við prentun á erlendum mörkuðum. Íslensk prentfyrirtæki hafa verið undirboðin af erlendum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu. Í könnun, sem framkvæmd var af Bókasambandi Íslands haustið 2019, kemur fram að 78% þeirra íslensku bóka sem gefnar eru út fyrir jólin 2019 eru prentaðar erlendis. Hlutfallið var 80% árið á undan. Á meðfylgjandi mynd má sjá sögulega þróun í prentun íslenskra bóka erlendis. Fyrir fjölbreytt atvinnulíf, menningu og efnahag þjóðarbúsins skiptir miklu máli að prentiðnaður fái að dafna hér á landi. Jafnframt að þeir sem hafa stundað nám og eru að stunda nám í þessum lögvernduðu starfsgreinum fái tækifæri til þess að vinna við sitt fag. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á að taka ábyrgð í umhverfismálum og hefur ríkisstjórnin sett sér það markmið að Íslandi verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2040. Íslensk prentfyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki enda eru þau í fararbroddi í umhverfismálum. Höfundar eru Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins GRAFÍU, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og Kristjana Guðbrandsdóttir, sviðstjóri prents og miðlunar hjá IÐUNNI fræðslusetri . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslensk prentfyrirtæki eru brautryðjendur í umhverfismálum en þrátt fyrir það færist prentun í stórauknum mæli út fyrir landsteinana. Ríkisfyrirtæki og stofnanir prenta reglulega gögn og bækur í erlendum prentsmiðjum og taka lægsta tilboði þrátt fyrir þyngra kolefnisspor. Þá bera bæði fyrirtæki og stofnanir fyrir sig umverfisvernd þegar skorið er niður í prentun á fræðslu- eða markaðsefni. Þetta er þarft umfjöllunarefni enda byggir ákvarðanataka fyrirtækja og stjórnvalda stundum á sleggjudómum um pappírs- og prentiðnað. Þungt kolefnisspor Árið 2016 reiknaði Efla verkfræðistofa kolefnisspor stærstu prentsmiðju landsins. Útreikningarnir sýndu meðal annars að bók sem er prentuð hjá algengum keppinautum erlendis hafði allt að 352% þyngra kolefnisspor en bók prentuð á Íslandi. Hlutur raforkunotkunar er veigamikill þáttur í kolefnissporinu í þeim löndum þar sem raforkan er ekki framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum og þá skiptir flutningavegalengd miklu máli. Innflutningur á tilbúinni bók vegur allt að 24% af heildarkolefnisspori bókar, og fer eftir þeirri vegalengd sem flytja þarf. Nú er svo komið að nærri 80% bókatitla er prentaður erlendis og íslenskir skattgreiðendur fjármagna í raun niðurgreiðslu bókaútgefenda óháð því hvar bækurnar eru prentaðar eftir að sú ákvörðun var tekin að endurgreiða 25% af öllum útgáfukostnaði við íslenskar bækur. Það skýtur skökku við þegar stjórnvöld vilja standa við metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. Það ætti að horfa til umhverfissjónarmiða í reglugerðum í víðari skilningi en nú er gert, til dæmis hvert sé kolefnisspor bókaútgáfunnar. Með því að prenta innanlands, léttum við kolefnissporið. Mistök Við fögnum stuðningi stjórnvalda við íslenska bókaútgefendur en viljum árétta að það eru stórkostleg mistök að styðja ekki við íslensk prentfyrirtæki um leið og að það er raunveruleg hætta á því að sérfræðiþekking á prentsmíði, prentun og bókbandi glatist hér á landi. Það ætti að styðja við íslensk prentfyrirtæki og skilyrða styrk til íslenskra útgefenda því að prentað sé innanlands. Vegna þess að kolefnissporið er léttara í samanburði við erlend prentfyrirtæki og til að vernda störf og þekkingu fagfólks sem starfar í iðnaðinum. Réttum af kúrsinn Um 800 manns starfa í prentiðnaði á Íslandi í hátæknivæddum þjónustufyrirtækjum þar sem starfar fagfólk í prentun, bókbandi og grafískri miðlun. Staða þessa fagfólks í iðnaðinum fer sífellt versnandi og það má ekki draga það að taka réttar ákvarðanir í þágu umhverfis og þessa sjálfbæra iðnaðar sem hefur að auki mjög sterka tengingu við sögu okkar, tungumál og menningu. Það skiptir miklu máli að rétta af kúrsinn núna og að stjórnvöld sýni að þau ætli raunverulega að taka ábyrgð í umhverfismálum og styðja um leið við atvinnustarfsemi sem leggur áherslu á sjálfbærni. Nytjaskógar gegn loftlagsáhrifum Við teljum að lítill stuðningur við iðnaðinn stafi að hluta til af skorti á þekkingu á sjálfbærni þessa iðnaðar og að mýtur um pappírs- og prentiðnað séu lífseigar. Nýverið var gefið út fræðslurit um sjálfbærni pappírs. Í ritinu er farið yfir sleggjudóma og staðreyndir sem varða vinnslu pappírs. Til dæmis þá staðreynd að pappírs- og prentiðnaður á norðurhveli jarðar tryggir heilbrigða og vaxandi nytjaskóga og notar virt vottunarkerfi sem tryggir að pappírinn sé unninn úr sjálfbærum skógi. Fræðsluritið er gefið út í samstarfi IÐUNNAR fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, GRAFÍU stéttarfélags og pappírsinnflytjenda. Stuðst er við rannsóknir Alþjóðaefnahagsþingsins og kynningarefni frá alþjóðlegu samtökunum Two Sides sem hafa það að markmiði að upplýsa um sjálfbærni pappírs- og prentiðnaðar og styðjast eingöngu við vísindalegar rannsóknir. Frá árinu 2005-2015 uxu evrópskir nytjaskógar um 44.000 ferkílómetra, sem er stærra landsvæði en Sviss og sem nemur vexti á stærð við 1.500 fótboltavelli á hverjum degi. Á einu ári tekur þroskað tré til sín um það bil 22 kg af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og gefur frá sér súrefni í staðinn. Af því að pappír er unninn úr trjám, geymir hann kolefni allan sinn líftíma. Skógar eru okkur dýrmætir og hafa hlutverk í baráttu okkar gegn loftlagsáhrifum. Borið hefur á því að stjórnvöld og stofnanir haldi því fram að það sé í þágu umhverfisverndar að hafna viðtöku efnis á pappír, nú síðast Reykjavíkurborg, sem sendi öllum borgarbúum límmiða sem gefur þeim valkost að hafna bæklingum, blöðum og markpósti. Það er skiljanlegt að fagfólk í prentiðnaði sárni framtakið og minni á metnað sinn í umhverfismálum. Harðnandi barátta Íslenskur prentiðnaður hefur síðustu ár átt undir högg að sækja í vaxandi samkeppni við prentun á erlendum mörkuðum. Íslensk prentfyrirtæki hafa verið undirboðin af erlendum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu. Í könnun, sem framkvæmd var af Bókasambandi Íslands haustið 2019, kemur fram að 78% þeirra íslensku bóka sem gefnar eru út fyrir jólin 2019 eru prentaðar erlendis. Hlutfallið var 80% árið á undan. Á meðfylgjandi mynd má sjá sögulega þróun í prentun íslenskra bóka erlendis. Fyrir fjölbreytt atvinnulíf, menningu og efnahag þjóðarbúsins skiptir miklu máli að prentiðnaður fái að dafna hér á landi. Jafnframt að þeir sem hafa stundað nám og eru að stunda nám í þessum lögvernduðu starfsgreinum fái tækifæri til þess að vinna við sitt fag. Stjórnvöld leggja ríka áherslu á að taka ábyrgð í umhverfismálum og hefur ríkisstjórnin sett sér það markmið að Íslandi verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2040. Íslensk prentfyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki enda eru þau í fararbroddi í umhverfismálum. Höfundar eru Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins GRAFÍU, Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins og Kristjana Guðbrandsdóttir, sviðstjóri prents og miðlunar hjá IÐUNNI fræðslusetri .
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar