Bróðir Jeremy Corbyn handtekinn Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 22:58 Piers Corbyn á mótmælunum í gær. Á peysu hans sjást orðin „Refuse the tracking app“, eða hafnið smitrakningarforritinu. Vísir/Getty Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35