Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 11:00 KR-ingarnir Pablo Punyed og Atli Sigurjónsson fagna Íslandsmeistaratitli KR í fyrra. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira