Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 11:01 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43
Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47