Segir KSÍ hafa verið margar vikur að undirbúa leikinn gegn Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2020 19:00 Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum. Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur og hefur starfsfólk Laugardalsvallar staðið í ströngu undanfarna daga. Þó engir áhorfendur séu leyfðir er í mörg horn að líta þar sem UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] hefur sett upp viðamikið regluverk í kringum komandi landsleiki. Til að mynda verða allir sem mæta á Laugardalsvöll hitamældir. Í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld ræddi Guðjón Guðmundsson - Gaupi - við Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar hjá KSÍ, knattspyrnusambandi Íslands. Sér hann um framkvæmd leikja og verkefnastjórn á vegum sambandsins. Sjá má allt innslagið í spilaranum hér að ofan. „UEFA hefur gefið út mjög ítarlegt regluverk fyrir þessa leiki. Við erum búin að vinna í því í margar vikur að undirbúa þetta allt saman,“ segir Óskar Örn meðal annars. „Það er til dæmis mjög skýrt kveðið á um svæðisskiptingu mannvirkisins, bæði innanhúss sem og út á velli. Hver má vera hvar, á hvaða tíma og annað slíkt. Þetta er mjög umfangsmikið og felur ýmislegt í sér varðandi ferðalög liðanna, skimanir, sótthreinsun á klefum og ýmislegt fleira.“ Það kemur nokkuð á óvart að enska liðið mun ekki æfa á vellinum fyrir leik. „Þeir ætla að koma hingað með leiguflugi á föstudeginum, degi fyrir leik, og taka því æfinguna daginn fyrir leik í Englandi,“ sagði Óskar. Varðandi búningsklefa og blaðamenn „Við erum svo heppin að við höfum skylmingasalinn í kjallaranum, alveg við búningsklefana. Við notum þann sal og stækkum búningsklefana þannig töluvert. Þannig getum við haldið tveggja metra fjarlægð inn í klefum og fá bæði lið aukið pláss miðað við það sem venjulega er.“ Það verður töluvert minna af erlendum blaðamönnum en venja er á leikjum íslenska landsliðsins. „Það er blaðamannafundur eftir leik en ekki þetta almenna viðtalssvæði sem er alltaf eftir leiki,“ sagði Óskar Örn að lokum.
Fótbolti KSÍ Sportpakkinn Laugardalsvöllur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira