Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 17:12 Björn Zoëga er forstjóri Karolinska. Karolinska Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. Hann telur þó að leiðin sem farin var hafi í það minnsta átt þátt í því að nú sé tekið að hægjast á útbreiðslu kórónuveirunnar í Svíþjóð. Þetta kom fram í viðtali við Björn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mín túlkun á því sem gerðist hérna í miðjunni á þessu öllu var að þetta hefði gerst svolítið óvart. Þetta gerðist hratt og það komu mjög margir veikir hratt hérna inn. Þess vegna var svolítið erfitt að bregðast við. Þá varð auðvitað að nýta stöðuna eins vel og hægt var,“ segir Björn. Hann segir þó að enginn í stöðu til að fara með stjórn viðbragða yfirvalda við faraldrinum hafi stigið opinberlega fram og skýrt frá því hvers vegna leiðin var farin í Svíþjóð. Svíar eru taldir hafa brugðist seint og illa við faraldrinum í samanburði við mörg önnur ríki, meðal annars með því að hafa haldið veitingastöðum, börum og öðru slíku opnu þrátt fyrir að kórónuveirusmit væru tekin að greinast í landinu. Alls hafa rúmlega 85.000 manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð og yfir 5.800 látist af völdum hennar. Þessar tölur eru talsvert hærri en í nágrannalöndum Svíþjóðar. Til samanburðar hafa rúmlega 11.000 manns greinst með veiruna í Noregi og 264 látist af völdum hennar, svo vitað sé. Margir hafa gagnrýnt sænsk yfirvöld, og þá sérstaklega Anders Tegnell, sóttvarnalæknir landsins. Tveggja metra regla en engin grímuskylda Björn segir að kórónuveiran hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi, í samanburði við önnur svæði Svíþjóðar. „Ég held að hún hafi, meðal annars, ekki breiðst út á öðrum stöðum vegna þess að þegar menn fóru að átta sig á því hvað þetta gerðist hratt hér í Stokkhólmi var farið út í þær aðgerðir sem eru enn í gangi. Að halda fjarlægð, minnka félagslegt samneyti og ýmislegt annað sem varð til þess að þetta breiddist ekkert svo mikið út á öðrum stöðum. Þannig að það virkaði á þeim stöðum,“ segir Björn, Hann segir þá að veiran hafi upphaflega borist til Svíþjóðar frá norðurhluta Ítalíu, þar sem fjöldinn allur af Svíum hafi í upphafi síðasta árs verið á skíðum. Svíar hafi því svipaða sögu að segja af upptökum faraldursins í heimalandi sínu og Íslendingar. Björn lýsir þá stöðunni í Svíþjóð og er hún um margt svipuð þeirri sem er uppi hér á landi. Ekki mega fleiri en 50 koma saman, halda verður tveggja metra fjarlægðartakmörk í heiðri og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Hann segir þó að hvergi í landinu sé grímuskylda, nema þá í tengslum við flugsamgöngur. „Það er búið að opna háskólana aftur, og menntaskólana, því þeim var auðvitað lokað um það bil á sama tíma og á Íslandi. Það er gert mjög varlega og það er hvatt til að fólk sé ekki að nota opinberar samgöngur nema það þurfi á því að halda út af vinnunni.“ Björn segir að faraldurinn hafi breiðst hvað hraðast út í Stokkhólmi.Mynd/Getty Ótímabært að fullyrða um ágæti sænsku leiðarinnar Björn segir þá að verulega hafi dregið úr tíðni dauðsfalla af völdum Covid-19 í Svíþjóð á undanförnum vikum. Aðspurður hvað veldur segir hann að útlit sé fyrir að það margir hafi sýkst í landinu á sínum tíma og þar af leiðandi orðið ónæmt að hægst hafi á útbreiðslu veirunnar. „Síðan er það að fólk er enn þá að passa sig og fer varlega.“ Björn segir þó ekki tímabært að fullyrða hvort sænska leiðin hafi verið sú rétta til að fara. „Ég held að þessi háa dánartíðni sem Svíarnir fengu hérna á sig í byrjun hafi verið að hluta til óheppni en að hluta til að þeir voru ekki nógu snöggir að vinna saman að ýmsum hlutum, til dæmis að vernda hjúkrunarheimilin og elliheimilin.“ Viðtalið við Björn í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira