Stoðsending De Bruyne á móti Íslandi sýndi snilldina hjá þeim besta í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 08:30 Kevin De Bruyne á ferðinni í landsleiknum á móti Íslendingum í Brussel í gær. AP/Francisco Seco Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira