Fá tæki sem er sagt greina sýni tíu sinnum hraðar Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2020 13:23 Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans Vísir/Baldur Yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans býst við að fá tæki frá svissneskum framleiðanda afhent í haust sem myndi auka afköst deildarinnar við skimanir til muna, allt að tífalt. Tækið nefnist Cobas 8800 og getur greint um 4.100 sýni á degi hverjum. Tækið kostar um 100 milljónir króna en það hefur verið afar eftirsótt frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Í mars síðastliðnum greindi Bloomberg frá því að bandarísk heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á að nota Cobas-tækið við greiningar á sýnum við leit að kórónuveirunni. Var fullyrt að tækið greindi sýni tíu sinnum hraðar en áður þekktist. Deildin yrði sjálfbær um skimanir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildarinnar, segir í samtali við Vísi að hann búist við að fá tækið afhent um mánaðamót október og nóvember. Kallað hefur verið eftir því að tækjakostur deildarinnar yrðu bættur en með tilkomu Cobas 8800 ætti deildin að vera sjálfbær um skimanir. Veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining hafa skimað allt að 3200 manns á dag innanlands og á landamærum undanfarnar vikur. Íslensk erfðagreining hefur hingað til hjálpað til við skimanir en áfram verður stuðst við raðgreiningargetu fyrirtækisins sem hefur reynst mikilvægur þáttur við smitrakningu veirunnar. Hugmyndir um Farsóttastofnun Það vakti athygli í síðustu viku þegar Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viðrað hugmyndir um að koma á fót Farsóttastofnun. Björn Ingi sagði þetta í viðtali í Kastljósi þar sem hann bætti við að Kári sagðist ætla að fjármagna þessa Farsóttastofnun með því að rukka íslenska ríkið vegna skimana fyrir kórónuveirunni á landamærunum sem Íslensk erfðagreining hefur hjálpað til við. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur verið fastagestur á upplýsingafundinum.Vísir/Vilhelm Björn Ingi greinir frá þessum hugmyndum Kára í bók sinni Vörn gegn veiru, eftir að hafa varið löngum stundum með Kára. Sagði Björn Ingi að Kári hefði nefnt að ef hann myndi rukka fyrir 50 til 70 þúsund sýni gæfi það einn og hálfan til tvo milljarða króna sem hann myndi eyrnamerkja þessari Farsóttastofnun. Kári mætti í viðtal við fréttastofu RÚV sama kvöld þar sem hann sagðist ekki eiga von á því að rukka íslenska ríkið fyrir útlagðan kostnað fyrirtækisins vegna skimana á landamærunum. Bætti Kári við að það væri fráleitt að hann ætli að setja á fót Farsóttastofnun fyrir íslenska ríkið. Engin ákvörðun um rukkun „Í fyrsta lagi þá hefur engin ákvörðun verið tekin um að rukka ríkið fyrir nokkurn skapaðan hlut. Við myndum aldrei rukka fyrir þá skimun sem var gerð á meðan að faraldurinn gekk yfir. Skimun á landamærum var ekki björgunaraðgerð en mér finnst harla ólíklegt samt að við munum rukka fyrir hana,“ sagði Kári. „Og að láta sér detta í hug að við myndum rukka einn til tvo milljarða króna fyrir þessa skimun er út í hött.“ Kári birti svo færslu á Facebook á laugardag þar sem hann sagðist bera ábyrgð á sögunni um Farsóttastofnunina sem birtist í Vörn gegn veiru. „Það er rangt að ég hafi borið söguna til baka enda burðast ég sjaldnast þá leið með eigin sögur. Það er svo ljóst að milli þess sem ég sagði Birni Inga söguna og þangað til hann kom í Kastljós hafði mér snúist hugur enda er hann stundum soddan skopparakringla,“ ritar Kári um þetta. Því er óljóst hvort Kári muni rukka íslenska ríkið fyrir þessa skimun. Talan einn og hálfur til tveir milljarðar fyrir 50 til 70 þúsund sýni, sem Kári nefndi í samtali við Björn Inga, vekur upp spurningar hvort íslenska ríkið geri sér grein fyrir hve há upphæðin gæti orðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið afar áberandi í kórónuveirufaraldrinum þar sem Íslensk erfðagreining hefur leikið lykilhlutverk við sýnatöku og raðgreiningar.Vísir/Vilhelm Fréttastofa sendi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið þar sem farið var fram á að vita hvernig samkomulagið við Íslenska erfðagreiningu um aðkomu fyrirtækisins að skimunum á landamærunum hljóðar. Hvort unnið væri eftir gjaldskrá eða samkomulag hefði náðst um einhverja upphæð? Heilbrigðisráðuneytið svaraði fyrirspurninni með því að benda á að sóttvarnalæknir hefði verið í samskiptum við Íslenska erfðagreiningu varðandi aðkomu fyrirtækisins að sýnatöku og kostnað þar að lútandi. Í þeim samskiptum hafi verið gert ráð fyrir að greiddur yrði efnis- og launakostnaður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita hvort Íslensk erfðagreining rukki fyrir skimanir eða ekki, og þá hver reikningurinn yrði.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið vísaði blaðamanni til sóttvarnalæknis varðandi frekari fyrirspurnir, til að mynda spurningum um hvort búið sé að áætla hve hár kostnaðurinn verði vegna aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimunum á landamærunum, hvort samið hafi verið um þak á greiðslu eða hver kostnaðurinn sé við hverja sýnatöku og greiningu? „Eins og áður hefur komið fram þá vildi ÍE ekki gera skriflegan samning við heilbrigðisyfirvöld en sögðu að ef rukkað yrði þá yrði það fyrir efniskostnaði og launakostnaði. Annað liggur ekki fyrir,“ segir í svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við fyrirspurn fréttastofu. Aðspurður hvort hann gæti svarað því hver efniskostnaður væri við hverja sýnatöku eða hve hár launakostnaðurinn væri svaraði Þórólfur neitandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem afkastar 4000 próf á dag. 16. maí 2020 12:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans býst við að fá tæki frá svissneskum framleiðanda afhent í haust sem myndi auka afköst deildarinnar við skimanir til muna, allt að tífalt. Tækið nefnist Cobas 8800 og getur greint um 4.100 sýni á degi hverjum. Tækið kostar um 100 milljónir króna en það hefur verið afar eftirsótt frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Í mars síðastliðnum greindi Bloomberg frá því að bandarísk heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á að nota Cobas-tækið við greiningar á sýnum við leit að kórónuveirunni. Var fullyrt að tækið greindi sýni tíu sinnum hraðar en áður þekktist. Deildin yrði sjálfbær um skimanir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildarinnar, segir í samtali við Vísi að hann búist við að fá tækið afhent um mánaðamót október og nóvember. Kallað hefur verið eftir því að tækjakostur deildarinnar yrðu bættur en með tilkomu Cobas 8800 ætti deildin að vera sjálfbær um skimanir. Veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining hafa skimað allt að 3200 manns á dag innanlands og á landamærum undanfarnar vikur. Íslensk erfðagreining hefur hingað til hjálpað til við skimanir en áfram verður stuðst við raðgreiningargetu fyrirtækisins sem hefur reynst mikilvægur þáttur við smitrakningu veirunnar. Hugmyndir um Farsóttastofnun Það vakti athygli í síðustu viku þegar Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viðrað hugmyndir um að koma á fót Farsóttastofnun. Björn Ingi sagði þetta í viðtali í Kastljósi þar sem hann bætti við að Kári sagðist ætla að fjármagna þessa Farsóttastofnun með því að rukka íslenska ríkið vegna skimana fyrir kórónuveirunni á landamærunum sem Íslensk erfðagreining hefur hjálpað til við. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur verið fastagestur á upplýsingafundinum.Vísir/Vilhelm Björn Ingi greinir frá þessum hugmyndum Kára í bók sinni Vörn gegn veiru, eftir að hafa varið löngum stundum með Kára. Sagði Björn Ingi að Kári hefði nefnt að ef hann myndi rukka fyrir 50 til 70 þúsund sýni gæfi það einn og hálfan til tvo milljarða króna sem hann myndi eyrnamerkja þessari Farsóttastofnun. Kári mætti í viðtal við fréttastofu RÚV sama kvöld þar sem hann sagðist ekki eiga von á því að rukka íslenska ríkið fyrir útlagðan kostnað fyrirtækisins vegna skimana á landamærunum. Bætti Kári við að það væri fráleitt að hann ætli að setja á fót Farsóttastofnun fyrir íslenska ríkið. Engin ákvörðun um rukkun „Í fyrsta lagi þá hefur engin ákvörðun verið tekin um að rukka ríkið fyrir nokkurn skapaðan hlut. Við myndum aldrei rukka fyrir þá skimun sem var gerð á meðan að faraldurinn gekk yfir. Skimun á landamærum var ekki björgunaraðgerð en mér finnst harla ólíklegt samt að við munum rukka fyrir hana,“ sagði Kári. „Og að láta sér detta í hug að við myndum rukka einn til tvo milljarða króna fyrir þessa skimun er út í hött.“ Kári birti svo færslu á Facebook á laugardag þar sem hann sagðist bera ábyrgð á sögunni um Farsóttastofnunina sem birtist í Vörn gegn veiru. „Það er rangt að ég hafi borið söguna til baka enda burðast ég sjaldnast þá leið með eigin sögur. Það er svo ljóst að milli þess sem ég sagði Birni Inga söguna og þangað til hann kom í Kastljós hafði mér snúist hugur enda er hann stundum soddan skopparakringla,“ ritar Kári um þetta. Því er óljóst hvort Kári muni rukka íslenska ríkið fyrir þessa skimun. Talan einn og hálfur til tveir milljarðar fyrir 50 til 70 þúsund sýni, sem Kári nefndi í samtali við Björn Inga, vekur upp spurningar hvort íslenska ríkið geri sér grein fyrir hve há upphæðin gæti orðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið afar áberandi í kórónuveirufaraldrinum þar sem Íslensk erfðagreining hefur leikið lykilhlutverk við sýnatöku og raðgreiningar.Vísir/Vilhelm Fréttastofa sendi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið þar sem farið var fram á að vita hvernig samkomulagið við Íslenska erfðagreiningu um aðkomu fyrirtækisins að skimunum á landamærunum hljóðar. Hvort unnið væri eftir gjaldskrá eða samkomulag hefði náðst um einhverja upphæð? Heilbrigðisráðuneytið svaraði fyrirspurninni með því að benda á að sóttvarnalæknir hefði verið í samskiptum við Íslenska erfðagreiningu varðandi aðkomu fyrirtækisins að sýnatöku og kostnað þar að lútandi. Í þeim samskiptum hafi verið gert ráð fyrir að greiddur yrði efnis- og launakostnaður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita hvort Íslensk erfðagreining rukki fyrir skimanir eða ekki, og þá hver reikningurinn yrði.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið vísaði blaðamanni til sóttvarnalæknis varðandi frekari fyrirspurnir, til að mynda spurningum um hvort búið sé að áætla hve hár kostnaðurinn verði vegna aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimunum á landamærunum, hvort samið hafi verið um þak á greiðslu eða hver kostnaðurinn sé við hverja sýnatöku og greiningu? „Eins og áður hefur komið fram þá vildi ÍE ekki gera skriflegan samning við heilbrigðisyfirvöld en sögðu að ef rukkað yrði þá yrði það fyrir efniskostnaði og launakostnaði. Annað liggur ekki fyrir,“ segir í svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við fyrirspurn fréttastofu. Aðspurður hvort hann gæti svarað því hver efniskostnaður væri við hverja sýnatöku eða hve hár launakostnaðurinn væri svaraði Þórólfur neitandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem afkastar 4000 próf á dag. 16. maí 2020 12:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem afkastar 4000 próf á dag. 16. maí 2020 12:43