Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2020 22:22 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld. Víkingar eru aðeins með 14 stig eftir 12 leiki, nú þegar 17 stigum á eftir toppliði Vals. Þeir hafa ekki fagnað sigri síðan gegn ÍA 19. júlí, en síðan hefur liðið spilað fimm leiki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Fyrri hálfleikur í kvöld var mjög sterkur. Við vorum með tögl og hagldir og áttum fína spretti. Ég man ekki hversu mörg horn við fengum í þessum leik, en náðum ekki að nýta þau nægilega vel. Davíð fór út af í hálfleik og það kom eitthvað ójafnvægi í þetta hjá okkur. Við urðum „soft“, Valur gekk á lagið og Aron skoraði mjög flott mark. Ég á eftir að sjá hvort við hefðum getað varist því betur. En síðustu 20 mínúturnar fannst mér við komast aftur inn í leikinn, fá hornspyrnur og fyrirgjafir, en svo var þetta klaufaskapur í seinna markinu og þá var þetta „game over“,“ sagði Arnar. Hálffyndið að sjá dæmt á Kára í skallaeinvígi núna en ekki gegn Kane Valsmenn gerðu út um leikinn eftir að Sölvi Geir Ottesen missti boltann klaufalega til þeirra þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Þetta er bara saga okkar í sumar. Það hefur ekkert með „fitness“ eða fótboltalega getu að gera hvort við komumst upp á næsta stig í þessari íþrótt. Það sjá allir að við getum gert það mjög vel, en fókusinn er að fara mjög illa með okkur. Það er það erfiðasta við fótbolta, til að komast upp á elítulevel. Það eru of margir hjá okkur sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum, og það hefur reynst okkur dýrt í sumar,“ sagði Arnar. Hann segir að hvað fótboltahæfileika snerti þá standi Víkingar Valsmönnum á sporði. „Þetta voru tvö mjög sterk lið, „physical“ leikur, og dómarinn hefði mátt leyfa leiknum að ganga aðeins betur. Það er hálffyndið að sjá Kára vera að fara í skallaeinvígi við Harry Kane, og koma svo hér tveimur vikum seinna og fara í skallaeinvígi og þá er dæmd aukaspyrna. Ekki svo að skilja að þess vegna höfum við tapað leiknum. En það þarf að lesa leikinn. Áhorfendur vilja sjá okkur sem nútíma skylmingaþræla. Þeir vilja sjá okkur berjast; blóð, svita og tár. Dómarinn verður að átta sig á þessu og leyfa meiri hörku.“ Búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum „Fyrir mér var þetta hörkuleikur en Valur er með þetta „know how“. Þeir eru með meiri vöðva á miðjunni, við erum með unga miðju, og við kannski töpum fulloft einn gegn einum. Fótboltalega séð erum við alveg á pari við Valsmenn,“ sagði Arnar. Víkingar virðast ekki lengur hafa að miklu að keppa, nema mikið breytist í deildinni. Þeir eru níu stigum frá Evrópusæti og sitja í 8. sæti. „Ef við náum góðum spretti þá eigum við kannski möguleika á 4. sæti og það er það sem við ætlum að stefna á, og vona að eitthvað af efstu þremur liðunum vinni bikarinn. Það er okkar markmið og á meðan það er ekki stærðfræðilega ómögulegt þá höldum við í vonina. En þetta eru bara búin að vera vonbrigði. Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn Valur hefur yfirburðastöðu á toppi Pepsi Max deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. september 2020 21:49
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn