Listin að gera ekki neitt Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. september 2020 13:30 Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun