Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 17:00 Margrét Lára Viðarsdóttir endaði landsliðsferilinn með því að skora gegn Lettum fyrir ellefu mánuðum síðan. Getty/Gauti Sveinsson Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira