Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 13:00 Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir teygja sig og fetta á landsliðsæfingu. VÍSIR/VILHELM Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. „Hún [Sveindís] er að sjálfsögðu ekki með reynsluna á bakvið sig í þessum efnum, nýliði í hópnum og hefur ekki spilað A-landsleik. En hún hefur staðið sig frábærlega með U19-landsliðinu og auðvitað í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hún er virkilega spennandi og efnilegur leikmaður, sem kemur mjög vel inn í okkar hóp,“ sagði Jón Þór við Vísi í dag, en Sveindís hefur skorað 12 deildarmörk fyrir Breiðablik í sumar. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Jón Þór fyrir leikinn við Letta Ísland og Lettland eigast við á Laugardalsvelli kl. 18.45 á morgun, á Stöð 2 Sport, og á þriðjudaginn tekur Ísland á móti Svíþjóð. Leikirnir eru í undankeppni EM og hafa Ísland og Svíþjóð unnið alla þrjá leiki sína til þessa, en Lettland tapað sínum þremur. Dagný Brynjarsdóttir meiddist í leik með Selfossi á dögunum en er klár í slaginn eins og allir aðrir leikmenn íslenska liðsins sem æfði í hádeginu. „Það eru allir leikmenn tilbúnir og ég er virkilega ánægður með andann og stemninguna í hópnum. Við erum með alla leikmenn ferska og það er mikið sjálfstraust í hópnum. Það hefur gengið framúrskarandi vel í þessu verkefni hingað til og við vonumst til að taka það með okkur í leikinn á morgun. Við erum bjartsýn,“ sagði Jón Þór. Jón Þór Hauksson fylgist með leikmönnum á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni.VÍSIR/VILHELM Landsliðsþjálfarinn kvaðst ekki hugsa neitt til toppslagsins við Svía þessa stundina – nú væri öll einbeiting á leiknum við Letta. Hann vildi sömuleiðis ekki dvelja mikið við þá staðreynd að ekki aðeins væri nauðsynlegt að vinna Lettland á morgun, heldur gæti reynst afar dýrmætt að vinna stóran sigur. Ekki bara í baráttunni við Svíþjóð um toppsætið. Þrjú lið, í undanriðlunum níu, með bestan árangur í 2. sæti komast nefnilega beint á EM. „Það skiptir máli í öllum fótbolta að skora mörk og það er ekkert öðruvísi í þessum leik en öðrum. Markatalan getur vissulega skipt máli í þessum riðli en það eru fyrst og fremst stigin sem við þurfum að byrja á að ná okkur í. Við erum með fullt hús stiga og viljum hafa það þannig áfram.“ „Krefjandi fyrir mig“ Jón Þór var rekinn upp í stúku í síðasta leik Íslands í undankeppninni, sem var einmitt gegn Lettlandi 8. október í fyrra, fyrir að brúka kjaft við dómarann. Því tekur hann út leikbann á morgun. „Dagskráin er hefðbundin hjá mér á leikdegi þangað til að klukkutími er til leiks en þá má ég engin afskipti hafa af liðinu. Það í sjálfu sér riðlar ekki okkar undirbúningi fyrir leikinn. Þetta snýst allt um að leikmennirnir hafi þá umgjörð og aðbúnað sem þeir þurfa, og við erum með mjög öflugt teymi þjálfara og starfsfólks í kringum liðið sem gerir það að verkum að þetta verður allt í toppstandi á morgun,“ sagði Jón Þór. Hann verður á Laugardalsvelli, en fjarri sínu liði og má ekkert við það tala. Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni, að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð.VÍSIR/VILHELM „Þetta er auðvitað verst fyrir mig, og verður erfitt og krefjandi fyrir mig persónulega. En það mun ekki bitna á liðinu eða frammistöðu þess í leiknum. Við erum auðvitað búin að undirbúa liðið, planið er klárt, og ég má engin skilaboð senda eða hafa afskipti af liðinu niðri á velli. Við erum vanir að vinna saman og vitum hvernig við hugsum leikina,“ sagði Jón Þór. Það jákvæða í þessu er þá kannski helst að hann getur nú blótað dómaranum í friði? „Já, ég hef nú haft ár í að reyna að taka á þeim málum, þannig að ég er klár í þann slag þegar ég stíg til baka,“ sagði Skagamaðurinn og brosti. EM 2021 í Englandi Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Myndasyrpa: Evrópumeistarinn mættur á landsliðsæfingu Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær. 15. september 2020 12:16 Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00 Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. 10. september 2020 22:30 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. „Hún [Sveindís] er að sjálfsögðu ekki með reynsluna á bakvið sig í þessum efnum, nýliði í hópnum og hefur ekki spilað A-landsleik. En hún hefur staðið sig frábærlega með U19-landsliðinu og auðvitað í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hún er virkilega spennandi og efnilegur leikmaður, sem kemur mjög vel inn í okkar hóp,“ sagði Jón Þór við Vísi í dag, en Sveindís hefur skorað 12 deildarmörk fyrir Breiðablik í sumar. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Jón Þór fyrir leikinn við Letta Ísland og Lettland eigast við á Laugardalsvelli kl. 18.45 á morgun, á Stöð 2 Sport, og á þriðjudaginn tekur Ísland á móti Svíþjóð. Leikirnir eru í undankeppni EM og hafa Ísland og Svíþjóð unnið alla þrjá leiki sína til þessa, en Lettland tapað sínum þremur. Dagný Brynjarsdóttir meiddist í leik með Selfossi á dögunum en er klár í slaginn eins og allir aðrir leikmenn íslenska liðsins sem æfði í hádeginu. „Það eru allir leikmenn tilbúnir og ég er virkilega ánægður með andann og stemninguna í hópnum. Við erum með alla leikmenn ferska og það er mikið sjálfstraust í hópnum. Það hefur gengið framúrskarandi vel í þessu verkefni hingað til og við vonumst til að taka það með okkur í leikinn á morgun. Við erum bjartsýn,“ sagði Jón Þór. Jón Þór Hauksson fylgist með leikmönnum á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni.VÍSIR/VILHELM Landsliðsþjálfarinn kvaðst ekki hugsa neitt til toppslagsins við Svía þessa stundina – nú væri öll einbeiting á leiknum við Letta. Hann vildi sömuleiðis ekki dvelja mikið við þá staðreynd að ekki aðeins væri nauðsynlegt að vinna Lettland á morgun, heldur gæti reynst afar dýrmætt að vinna stóran sigur. Ekki bara í baráttunni við Svíþjóð um toppsætið. Þrjú lið, í undanriðlunum níu, með bestan árangur í 2. sæti komast nefnilega beint á EM. „Það skiptir máli í öllum fótbolta að skora mörk og það er ekkert öðruvísi í þessum leik en öðrum. Markatalan getur vissulega skipt máli í þessum riðli en það eru fyrst og fremst stigin sem við þurfum að byrja á að ná okkur í. Við erum með fullt hús stiga og viljum hafa það þannig áfram.“ „Krefjandi fyrir mig“ Jón Þór var rekinn upp í stúku í síðasta leik Íslands í undankeppninni, sem var einmitt gegn Lettlandi 8. október í fyrra, fyrir að brúka kjaft við dómarann. Því tekur hann út leikbann á morgun. „Dagskráin er hefðbundin hjá mér á leikdegi þangað til að klukkutími er til leiks en þá má ég engin afskipti hafa af liðinu. Það í sjálfu sér riðlar ekki okkar undirbúningi fyrir leikinn. Þetta snýst allt um að leikmennirnir hafi þá umgjörð og aðbúnað sem þeir þurfa, og við erum með mjög öflugt teymi þjálfara og starfsfólks í kringum liðið sem gerir það að verkum að þetta verður allt í toppstandi á morgun,“ sagði Jón Þór. Hann verður á Laugardalsvelli, en fjarri sínu liði og má ekkert við það tala. Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni, að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð.VÍSIR/VILHELM „Þetta er auðvitað verst fyrir mig, og verður erfitt og krefjandi fyrir mig persónulega. En það mun ekki bitna á liðinu eða frammistöðu þess í leiknum. Við erum auðvitað búin að undirbúa liðið, planið er klárt, og ég má engin skilaboð senda eða hafa afskipti af liðinu niðri á velli. Við erum vanir að vinna saman og vitum hvernig við hugsum leikina,“ sagði Jón Þór. Það jákvæða í þessu er þá kannski helst að hann getur nú blótað dómaranum í friði? „Já, ég hef nú haft ár í að reyna að taka á þeim málum, þannig að ég er klár í þann slag þegar ég stíg til baka,“ sagði Skagamaðurinn og brosti.
EM 2021 í Englandi Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Myndasyrpa: Evrópumeistarinn mættur á landsliðsæfingu Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær. 15. september 2020 12:16 Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00 Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. 10. september 2020 22:30 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00
Myndasyrpa: Evrópumeistarinn mættur á landsliðsæfingu Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær. 15. september 2020 12:16
Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. 14. september 2020 14:00
Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. 10. september 2020 22:30
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41