Fyrsti landsleikur Söru eftir titilinn: Ekki búin að grobba mig of mikið Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 19:00 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í vikunni, að undirbúa sig fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. Sara var létt í bragði á Laugardalsvelli í dag þar sem hún sat fyrir svörum. Er hún ekki búin að vera iðin við að segja vinkonum sínum í landsliðinu söguna af því þegar hún innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? „Nei, ég er nú ekki búin að vera að gera það,“ sagði Sara lauflétt og bætti við: „Þær eru aðeins búnar að spyrja út í þetta og auðvitað er þetta bara frábært afrek og skemmtilegt að segja frá því, en maður er ekkert búinn að vera að grobba sig of mikið.“ Klippa: Sportpakkinn - Sara Björk fyrir Lettaleikinn Leikurinn við Lettland verður fyrsti landsleikur Íslands síðan á Pinatar-mótinu á Spáni í mars. „Það er gaman að hitta stelpurnar og allt of langt síðan að við spiluðum landsleik, þannig að það er kominn spenningur í hópinn,“ sagði Sara, sem jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur spili hún gegn Lettlandi og svo gegn Svíþjóð næsta þriðjudag. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og eru í baráttu um efsta sæti F-riðils. Lettland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig farið beint á EM en það fer eftir stöðunni í öðrum undanriðlum. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM en hin sex liðin sem lenda í 2. sæti fara í umspil. „Mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn“ Ísland má sem sagt ekki við því að misstíga sig gegn lakasta liði riðilsins á morgun: „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við unnum þær úti 6-0, en þær liggja mjög djúpt á vellinum. Við þurfum að vera svolítið þolinmóðar en fá mark sem fyrst og reyna að brjóta þær. Þetta eru þrjú stig sem við viljum ná til að komast nær okkar markmiði – að komast á EM. Það er líka mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sara. Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt máli varðandi möguleikann á að komast á EM. Því gæti stór sigur gegn Lettlandi á morgun reynst dýrmætur: „Við höfum ekki rætt það sérstaklega en það er mikilvægt. Það yrði flott ef við gætum sett nokkur mörk á morgun, en fyrst og fremst þurfum við að ná í þrjú stig,“ sagði Sara. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson verður ekki á hliðarlínunni á leiknum á morgun vegna leikbanns en Sara segir það ekki koma að sök: „Það breytir ekki neinu. Við erum með gott þjálfarateymi sem mun stýra þessu á línunni.“ EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu annað kvöld gegn Lettlandi á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta landsleik eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Lyon fyrir hálfum mánuði. Sara var létt í bragði á Laugardalsvelli í dag þar sem hún sat fyrir svörum. Er hún ekki búin að vera iðin við að segja vinkonum sínum í landsliðinu söguna af því þegar hún innsiglaði sigur Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? „Nei, ég er nú ekki búin að vera að gera það,“ sagði Sara lauflétt og bætti við: „Þær eru aðeins búnar að spyrja út í þetta og auðvitað er þetta bara frábært afrek og skemmtilegt að segja frá því, en maður er ekkert búinn að vera að grobba sig of mikið.“ Klippa: Sportpakkinn - Sara Björk fyrir Lettaleikinn Leikurinn við Lettland verður fyrsti landsleikur Íslands síðan á Pinatar-mótinu á Spáni í mars. „Það er gaman að hitta stelpurnar og allt of langt síðan að við spiluðum landsleik, þannig að það er kominn spenningur í hópinn,“ sagði Sara, sem jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur spili hún gegn Lettlandi og svo gegn Svíþjóð næsta þriðjudag. Ísland og Svíþjóð hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í undankeppninni og eru í baráttu um efsta sæti F-riðils. Lettland hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Efsta lið riðilsins kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig farið beint á EM en það fer eftir stöðunni í öðrum undanriðlum. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM en hin sex liðin sem lenda í 2. sæti fara í umspil. „Mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn“ Ísland má sem sagt ekki við því að misstíga sig gegn lakasta liði riðilsins á morgun: „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við unnum þær úti 6-0, en þær liggja mjög djúpt á vellinum. Við þurfum að vera svolítið þolinmóðar en fá mark sem fyrst og reyna að brjóta þær. Þetta eru þrjú stig sem við viljum ná til að komast nær okkar markmiði – að komast á EM. Það er líka mikilvægt að fá gott sjálfstraust í hópinn fyrir Svíaleikinn,“ sagði Sara. Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt máli varðandi möguleikann á að komast á EM. Því gæti stór sigur gegn Lettlandi á morgun reynst dýrmætur: „Við höfum ekki rætt það sérstaklega en það er mikilvægt. Það yrði flott ef við gætum sett nokkur mörk á morgun, en fyrst og fremst þurfum við að ná í þrjú stig,“ sagði Sara. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson verður ekki á hliðarlínunni á leiknum á morgun vegna leikbanns en Sara segir það ekki koma að sök: „Það breytir ekki neinu. Við erum með gott þjálfarateymi sem mun stýra þessu á línunni.“
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41 Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00 Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00 Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00 Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30
Sveindís kemur mjög vel inn í okkar hóp Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld. 16. september 2020 13:00
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Lettum Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM. 16. september 2020 10:41
Svarið við vandræðastöðunni er frá Selfossi Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins. 16. september 2020 10:00
Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn. 15. september 2020 17:00
Sara til Íslands eftir draumasumar | Ekki tapað í eitt og hálft ár Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM. 11. september 2020 23:00
Sara jafnar landsleikjametið fyrir þrítugt: „Orðnir svolítið margir leikir“ Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag. 16. september 2020 16:00