Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2020 14:15 Tiger Woods keppir á vellinum þar sem hann missti fyrst af niðurskurði á risamóti. getty/Gregory Shamus Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag. Golf Opna bandaríska Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira