WHO varar við að sóttkví sé stytt Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 15:29 Merki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem legst gegn ákvörðunum sumra Evrópuríkja um að stytta sóttkví fyrir þá sem hafa verið útsettir fyrir kórónuveirusmiti. AP/Laurent Gillieron/Keystone Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Evrópuþjóðir verða að halda fast við sóttkvíarreglur vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi fjölgunar smitaðra um alla álfuna undanfarið, að mati yfirmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu. Fjölgunin ætti að vera álfunni vakning. Fleiri en 300.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í 53 Evrópulöndum síðustu vikuna. Smituðum hefur fjölgað um meira en 10% í meira en helmingi Evrópuríkjanna undanfarnar tvær vikur. Í sjö ríkjum fjölgaði smituðum tvöfalt. Þrátt fyrir þetta hafa sum ríki, þar á meðal Ísland, ákveðið að slaka á reglum um hversu lengi fólk sem er talið hafa verið útsett fyrir nýju afbrigði kórónuveiru þarf að vera í sóttkví. Hér á landi er nú aðeins gerð krafa um sjö daga sóttkví í stað fjórtán daga áður ef fólk er einkennalaust og sýni er neikvætt. Frönsk stjórnvöld styttu sóttkví einnig um helming í síðustu viku og vísuðu til þess að margir virtu hvort eð er ekki kröfuna um tvær vikur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, varar við því að jafnvel þó að sóttkvíartíminn verði aðeins styttur lítillega gæti það haft veruleg áhrif á útbreiðslu veirunnar. Hækkandi tölur smitaðra í þessum mánuði hafi vakið fólk af værum blundi, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Tilmæli WHO um fjórtán daga sóttkví byggja á þekkingu á meðgöngutíma veirunnar og smitleiðum. Katie Smallwood, sérfræðingur hjá WHO, segir að stofnunin myndi aðeins breyta þeim tilmælum á grundvelli skilnings hennar á vísindunum að baki. „Það er enn sem komið er ekki tilfellið,“ sagði hún á blaðamannafundi með Kluge sem fór fram með fjarfundarbúnaði í dag. Kluge viðurkenndi að þreytu væri byrjað að gæta á meðal almennings og jafnvel andstöðu við sóttvarnaraðgerðir. Lýsti hann engu að síður trú sinni á að Evrópulöndum tækist að bæla veiruna niður aftur. „Í vor og snemma í sumar gátum við séð áhrif strangra takmarkana. Aðgerðir okkar, fórnir okkar, borguðu sig. Í júní voru aldrei færri smitaðir. Tölurnar um fjölda smitaðra í september ættu aftur á móti að vera okkur öllum vakning,“ sagði Kluge. Tæplega fjörutíu manns hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi undanfarna þrjá sólarhringa. Aðeins ellefu þeirra voru í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. 17. september 2020 14:20
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07