Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 19:34 Listaháskólinn opnar aftur á mánudag. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. Skólinn opnar aftur á mánudag og verður starfsemin óbreytt að því er fram kemur í tilkynningu til nemenda og starfsmanna skólans. Starfsmenn skólans munu því nýta morgundaginn til þess að fara yfir sóttvarnaaðgerðir með tilliti til frekari úrbóta og sjá hvort smitum haldi áfram að fjölga yfir helgina. Þá mun skólinn fylgjast vel með þróun mála og næstu skrefum sóttvarnayfirvalda. „Meginmarkmið okkar með öllum þeim aðgerðum sem við höfum gripið til nú á haustönninni er ávallt hið sama; að halda kennslu áfram á öllum þeim sviðum sem okkur er kleift með sem eðlilegustum hætti,“ segir í tilkynningunni frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ. Hún segist binda vonir við það að afrakstur morgundagsins muni minnka líkurnar á því að skólinn þurfi alfarið að styðjast við fjarkennslu enda ætli skólinn að styrkja sóttvarnir innan veggja hans. Líkt og áður er aðeins nemendum og starfsfólki heimilt að heimsækja skólann og þurfa þeir að halda sig innan ákveðinna sóttvarnahólfa. Þá hvetur Fríða nemendur og starfsfólk til þess að halda sig heima finni þau fyrir flensueinkennum. Skynsemin eigi að ráða för. „Við eigum mjög mikið undir því að allir, ekki síst nemendur sem eru uppistaðan í skólastarfinu, sýni ábyrgð í sínum sóttvörnum innan háskólans sem utan.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Sóttvarnalæknir veltir fyrir sér hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. september 2020 11:18