Mourinho vildi ekki tjá sig neitt um komu Bale sem flýgur til London í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 10:30 Zinedine Zidane vill ekki nota Gareth Bale hjá Real Madrid. Getty/Diego Souto Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira