Hriktir í stoðum pólsku ríkisstjórnarinnar vegna dýraréttinda Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 10:16 Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga og réttlætis en situr þó hvorki í ríkisstjórn né á þingi. Engu að síður er almennt litið svo á í Póllandi að Kaczynski hafi flest völd í höndum sér. AP/Czarek Sokolowski Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni. Pólland Dýr Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Útlit er fyrir að samsteypustjórnin í Póllandi gæti sprungið eftir að stærsti stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hótaði því að slíta samstarfinu vegna andstöðu samstarfsflokkanna við frumvarp um réttindi dýra. Aðalráðgjafi forsætisráðherrans varar við því að boða gæti þurft til nýrra kosninga. Samstarfsflokkar Laga og réttlætis sem koma af miðju og ystra hægri jaðri pólskra stjórnmála hafa ekki viljað styðja frumvarp um dýraréttindi sem myndi banna loðdýrarækt og kjötframleiðslu að sið gyðinga annars vegar og múslima hins vegar til útflutnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frumvarpið er vinsælt á meðal ungra Pólverja sem Lög og réttlæti vill ná til. Samstarfsflokkarnir óttast aftur á móti að það eigi eftir að kosta þá stuðning bænda í dreifðari byggðum landsins. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum þingmanna Laga og réttlætis og stjórnarandstöðunnar í gær. „Ákvarðanir gærdagsins leiddu til stöðu þar sem við vitum ekki hvort að samsteypustjórnin sé til. Minnihlutastjórn gæti ekki verið við völd út kjörtímabilið, það þyrfti að flýta kosningum,“ segir Michal Dworczyk, aðalráðgjafi forsætisráðherra landsins. Ryszard Terlecki, leiðtogi Laga og réttlætis á þingi, segir að samsteypustjórnina „nánast ekki til“. Leiðtogar flokksins kæmu saman til fundar á mánudag til að ræða næstu skref. Samsteypustjórnin hefur verið við völd frá 2015. AP-fréttastofan segir að spenna innan hennar hafi þó farið vaxandi undanfarna mánuði. Jaroslaw Gowin, leiðtogi annars samstarfsflokksins, sagði af sér sem varaforsætisráðherra í apríl vegna andstöðu hans við áform ríkisstjórnarinnar um að láta forsetakosningar fara fram samkvæmt áætlun í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Kosningunum var frestað fram á sumarið eftir japl, jaml og fuður. Upp úr sauð í vikunni þegar Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sem á þó ekki sæti í ríkisstjórninni hóf viðræður um uppstokkun á henni til að fækka ráðuneytum í nafni skilvirkni.
Pólland Dýr Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira