Lykilmaður Snæfells í sóttkví en liðið spilar | Vill að KKÍ endurskoði málið Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2020 12:20 Smit hefur greinst í Stykkishólmi. Vegna kórónuveirusmits í Stykkishólmi sóttist Snæfell eftir því að leik liðsins við Fjölni á morgun, í Dominos-deild kvenna í körfubolta, yrði frestað. Reglur KKÍ eru hins vegar skýrar og mun leikurinn fara fram. Einn lykilleikmaður í Snæfellsliðinu er í sóttkví vegna smits sem kom upp í Stykkishólmi, og sömuleiðis er leikmaður karlaliðsins, sem byrjar tímabil sitt í næstefstu deild 2. október, í sóttkví. Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, segir að liðið muni að óbreyttu mæta til leiks í Grafarvogi á morgun. „Við höfum farið fram á frestum en fengum neitun. En ég tel að það þurfi að endurskoða miðað við stöðuna í bæjarfélaginu núna,“ sagði Jón Þór við Vísi. „Við viljum gæta fyllsta öryggis, og höfum gert það. En eins og staðan er núna þá mætum við í leikinn á morgun.“ Skýrar reglur settar í sumar Í sérstakri reglugerð KKÍ um ráðstafanir vegna heimsfaraldursins segir að leikjum verði ekki frestað nema að þrír leikmenn, af þeim sjö sem mest hafa spilað fyrir viðkomandi lið, sæti einangrun eða sóttkví. Þar sem Snæfell er aðeins með einn leikmann í sóttkví, eins og staðan er núna, fer leikurinn við Fjölni því fram. „Við settum skýrar reglur í sumar um það hvernig skuli haga málum þegar leikmaður eða leikmenn eru í sóttkví. Það hefur ekki verið krafa félaganna að slaufa keppnistímabilinu og þess vegna setti stjórnin ákveðna reglugerð um þessi mál, enda er því miður ljóst að við þurfum að fást við þetta í vetur,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Vegna kórónuveirusmits í Stykkishólmi sóttist Snæfell eftir því að leik liðsins við Fjölni á morgun, í Dominos-deild kvenna í körfubolta, yrði frestað. Reglur KKÍ eru hins vegar skýrar og mun leikurinn fara fram. Einn lykilleikmaður í Snæfellsliðinu er í sóttkví vegna smits sem kom upp í Stykkishólmi, og sömuleiðis er leikmaður karlaliðsins, sem byrjar tímabil sitt í næstefstu deild 2. október, í sóttkví. Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, segir að liðið muni að óbreyttu mæta til leiks í Grafarvogi á morgun. „Við höfum farið fram á frestum en fengum neitun. En ég tel að það þurfi að endurskoða miðað við stöðuna í bæjarfélaginu núna,“ sagði Jón Þór við Vísi. „Við viljum gæta fyllsta öryggis, og höfum gert það. En eins og staðan er núna þá mætum við í leikinn á morgun.“ Skýrar reglur settar í sumar Í sérstakri reglugerð KKÍ um ráðstafanir vegna heimsfaraldursins segir að leikjum verði ekki frestað nema að þrír leikmenn, af þeim sjö sem mest hafa spilað fyrir viðkomandi lið, sæti einangrun eða sóttkví. Þar sem Snæfell er aðeins með einn leikmann í sóttkví, eins og staðan er núna, fer leikurinn við Fjölni því fram. „Við settum skýrar reglur í sumar um það hvernig skuli haga málum þegar leikmaður eða leikmenn eru í sóttkví. Það hefur ekki verið krafa félaganna að slaufa keppnistímabilinu og þess vegna setti stjórnin ákveðna reglugerð um þessi mál, enda er því miður ljóst að við þurfum að fást við þetta í vetur,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira