Sama byrjunarlið og í risasigrinum á Lettum: Sara Björk jafnar leikjametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 16:39 Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik á móti Svíum í kvöld og jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira