Átök milli lögreglu og samkomubannsmótmælenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 18:38 Mótmælendur á Trafalgar torgi í dag. EPA-EFE/ANDY RAIN Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent