Ekki aðeins ferðaþjónustukreppa Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifa 28. september 2020 13:55 Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Anna Hrefna Ingimundardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun Lífskjarasamnings í apríl 2019 var hagvaxtar að vænta á komandi árum og allt benti til þess að atvinnulífið gæti staðið undir þeim launahækkunum sem um var samið. Nú blasir við breyttur veruleiki. Sú dökka efnahagsmynd sem dregin hefur verið upp af Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru ber að taka alvarlega. Gerbreytt staða og óvissa um efnahagsframvindu kallar á viðbrögð. Ábyrgðin er aðila vinnumarkaðarins. Lífskjarasamningi var ætlað að deila aukinni verðmætasköpun með ákveðnum hætti miðað við gefnar forsendur um það sem yrði til skiptanna. Þær forsendur eru brostnar. Til að setja hlutina í samhengi þá gerir Hagstofan ráð fyrir að vænt verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Það er morgunljóst að lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við slíkar kringumstæður. Atvinnuleysi þvert á atvinnugreinar Afleiðingar kórónukreppunnar eru víðtækar og faraldurinn hefur áhrif með beinum eða óbeinum hætti á langflestar atvinnugreinar. Samkvæmt Vinnumálastofnun mælist aukning í atvinnuleysi þvert á greinar. Um átján þúsund manns voru án vinnu í ágúst, að undanskildum þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli. Mesta aukning atvinnuleysis hefur verið í ferðaþjónustu og tengdum greinum en einnig mælist veruleg aukning í öllum öðrum greinum einkageirans. Þannig hefur atvinnuleysi aukist um 90% í verslun frá því í ágúst í fyrra, um 130% í sérhæfðri þjónustu, 112% í iðnaði og 144% í mannvirkjagerð svo dæmi séu tekin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og mælast hátt í 10% þegar á líður vetur. Kannanir SA um áform fyrirtækja til ráðninga benda í sömu átt. Staðan er grafalvarleg. Á vandanum þarf að taka. Síðustu ár hafa einkennst af efnahagslegum stöðugleika sem skapað hefur færi á vaxtalækkunum, auknum kaupmætti og bættum lífskjörum. Miðað við óbreytta stefnu er slíkum stöðugleika ógnað. Frekari launahækkanir, á meðan mikil óvissa varir og djúp efnahagskreppa gengur yfir landið, mun gera illt verra. Að öðru óbreyttu mun atvinnuleysi aukast, verðbólga sömuleiðis og samdrátturinn í efnahagslífinu verður enn meiri en ella. Afleiðingarnar eru augljósar: Lakari lífskjör allra. Vonandi ber okkur gæfa til þess að festast ekki í sömu gildrunni og svo oft áður í gegnum íslenska efnahagssögu. Ef vilji stendur til þess að standa vörð um störf og stöðugleika í landinu er nauðsynlegt að brugðist sé við. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun