Polestar Precept fer í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2020 07:00 Polestar Precept Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar. Vistvænir bílar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent