Dusty slátraði geitinni Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:58 Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira