Jóhannes Karl: Það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2020 19:15 Jóhannes Karl Sigursteinsson var ekki sáttur í lok leiks. VÍSIR/VILHELM KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
KR tapaði enn einum leiknum í Pepsi Max deild kvenna er liðið tapaði 2-1 gegn Selfyssingum á útivelli. KR komst yfir en tókst ekki að halda út og liðið er á botni deildarinnar sem stendur. Þó svo að liðið eigi tvo leiki til góða er útlitið orðið nokkuð svart hjá KR-ingum sem þurfa að fara hala inn stig ef þær ætli sér ekki að falla. Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var ekki par sáttur við mörkin sem KR fékk á sig í dag. „Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, við erum í þeirri stöðu að við verðum að fara að taka stig í þessari deild og við ætluðum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Jóhannes Karl eftir leik í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn af okkar hálfu og heilt yfir nokkuð jafn leikur en fínn fyrri hálfleikur, við förum með 1:0 forystu í hálfleikinn en mér fannst við kannski ekki ná að byggja ofan á það í seinni hálfleik. Við hleypum Selfyssingum mikið inn í leikinn þegar líður á sem endar náttúrulega með jöfnunarmarki og þá þurfum við að þrýsta ofar aftur en heilt yfir líklega ekkert ósanngjörn úrslit en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik.“ Jóhannes Karl var svo allt annað en sáttur við mörkin sem sitt lið fékk á sig, þá sérstaklega það fyrra. „Mér fannst við spila varnarleikinn ágætlega, ég er verulega ósáttur við þetta fyrra mark því mér finnst hún kolrangstæð og það er bara ólíðandi að það sé ekki flaggað á þetta. Mér fannst hafsentinn gera vel, stígur út og vinnur varnarvinnuna vel, en það er eitthvað og við fáum mark í andlitið.“ KR eru á botni deildarinnar með tvo leiki til góða á flest lið, og Jóhannes veit vel að það er mikið verkefni fram undan. „Að sjálfsögðu er staðan þannig að við þurfum að horfa á það, en við erum með allt í okkar höndum og það er það sem við þurfum að vinna með. Það er mikið af innbyrðis leikjum eftir í botnbaráttunni þannig að við þurfum bara að taka næsta skref áfram og horfa í Þróttaraleikinn næsta sunnudag.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - KR 2-1 | Selfoss vaknaði í seinni hálfleik og vann KR Selfoss er komið upp í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir að endurkomu gegn KR á heimavelli í dag. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. 30. september 2020 17:55