Boðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 6. október 2020 11:19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16