Maradona Karpatafjallanna sýndi snilli sína með Rúmeníu á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 14:31 Gheorge Hagi mótmælir við aðstoðardómara í leik með Rúmeníu á EM 1996. Getty/Mark Leech Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Sjá meira
Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Settum pressu á þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn