Hannes segir boltann ekki hafa verið inni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2020 21:06 Þetta var tæpt. Vísir/Vilhelm „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. Danir unnu 3-0 sigur, sannfærandi sigur. Fyrsta markið í blálok fyrri hálfeiks skipti miklu. Hannes varði skalla frá Simon Kjær í bakið á Rúnari Má og þaðan lak boltinn í átt að marki. Yfir línuna eða ekki? Hannes segir nei og landsmenn virðast flestir sammála. Aðstoðardómarinn flaggaði mark. Engin marklínutækni er notuð í Þjóðadeildinni. „Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta.“ Markið má sjá hér að neðan. Niðurstaðan 3-0 og enn einn sigur Dana á Íslandi staðreynd. „Þetta eru ljótar tölur. Erum að mæta frábæru liði. Vorum virkilega vel tjúnaðir. Fannst fyrri hálffeikurinn spilast ágætlega. Fengu ekki færi Svo fá þeir þetta mark undir lok fyrir hálfieks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur.“ Annað mark Dana var furðulegt. Rúnar Már reyndi skot af löngu færi sem aftasti maður. Boltinn hrökk af varnarmanni til Christian Eriksen sem tók 50 metra sprett upp völlinn og skoraði. Hannes sagði „góð spurning“ aðspurður hvað hefði gerst í því marki. Hannes Þór átti engan möguleika í þriðja marki Dana. Skov setti boltann með sínum veikari fæti upp í vinkilinn af vítateigslínunni.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að skoða það aftur. Allur varnarhelmingurinn er laus. Rúnar smellhittir þennan bolta. Ég hef aldrei séð svona áður hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að þetta mun aldrei koma fyrir aftur.“ Von er á Belgum til Íslands í fjórðu umferð riðilsins á miðvikudag. „Við þurfum að þétta raðirnar og finna neistann. Þetta er eitt albesta liðið í heiminum. Þurfum að vera í stuði þegar þeir mæta hingað.“ Belgar unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 6-1. Þeir töpuðu svo 2-1 gegn Englandi á útivelli í kvöld. Klippa: Viðtal við Hannes eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira