7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 11:00 Philippe Coutinho, Thiago og Robert Lewandowski fagna sigri Bayern München í Meistaradeildinni í ágúst. Getty/M. Donato Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira