Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:00 Kóralrifið mikla hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. EPA/DAN PELED Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira