Búa sig undir langhlaup í skólunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. október 2020 17:31 Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á skólastarf. Nú eru hátt í níu hundruð leik- og grunnskólabörn í Reykjavík í sóttkví og foreldrar um fjögur hundruð barna til viðbótar halda börnum sínum heima. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir líkt og í fleiri skólum hafi verið gripið til ýmissa ráðstafana til að lágmarka hættu á smit og koma í veg fyrir að börn þurfi að fara í sóttkví. „Við þurfum að skipta niður í svæði og höfum þurft að fella niður til dæmis sundkennsluna í ákveðinn tíma og við erum svona að leysa mál með það fyrir augum að forðast blöndun eins mikið og mögulegt er,“ segir Magnús Þór. Grímuskylda er hjá starfsmönnum á ákveðnum svæðum í skólanum og nemendum á unglingastigi stendur til boða að nota grímur sem um helmingur hefur gert. Magnús segir ljóst að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á skólastarf í allan vetur. „Við áttum okkur á því núna að þetta er ekki eins mikill sprettur og við náðum að taka með vorinu og með sólina í kringum okkur. Nú erum við auðvitað að horfa framan í lengra ástand og við höfum verið að gera áætlanir sem miða við að jafnvel allt skólaárið verði svona.“ Hann segir ástandið hafa áhrif á líðan allra í skólanum en hann sé stoltur af sínu fólki og börnunum. „Fólk er enn þá að taka þetta hlutverk alvarlega að vera þessi svona vin í þessari eyðimörk sem COVID er en ég ætla ekkert að skrökva því að við finnum það þetta er þungt á köflum bæði hjá börnum og fullorðnu fólki. Það breytir því ekki að við ætlum að taka verkefnið og skila því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira